Kjaraviðræður 2023-24

Kjaraviðræður 2023-24

Fréttir af kjaraviðræðum á almennum og opinberum vinnumarkaði veturinn 2023-24.

Fréttamynd

Fé­lags­menn sam­þykktu verk­fall

Félagsmenn BSRB í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi samþykktu í dag að leggja niður störf í maí. 

Innlent
Fréttamynd

Slá ekki af kröfum sínum þegar þeim er mætt af ó­bil­girni

Félagar BSRB sem starfa í leikskólum, grunnskólum og frístundarheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru á leið í verkfall en félagsmenn samþykktu það í dag. Formaður félagsins segir ljóst að verkföll myndu hafa talsverð áhrif en deilan við Samband íslenskra sveitarfélaga sé í hnút. Sambandið komist ekki fram hjá lagalegri skyldu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Efling og OR undir­rita kjara­samning

Stéttarfélagið Efling hefur undirritað kjarasamning við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) en samningurinn nær til um fjörutíu starfsmanna. Samningurinn verður kynntur í næstu viku. 

Innlent
Fréttamynd

Tvö sækjast eftir að leiða ASÍ

Tvö eru í framboði til forseta Alþýðussambands Íslands á 45. þingi sambandsins sem heldur áfram í dag og stendur fram á morgun. Þingið leggst vel í frambjóðendurna sem segja mikilvægast að ganga sameinuð til kjaraviðræðna í haust.

Innlent
Fréttamynd

Hafna alfarið kröfum um afturvirkni

Starfsemi frístundaheimila og leikskóla í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur skerðist og gæti jafnvel lamast samþykki félagsmenn BSRB boðaðar verkfallsaðgerðir. Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar alfarið kröfum BSRB um afturvirkni. 

Innlent
Fréttamynd

Vísa fullyrðingum BSRB um mis­rétti á bug

Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) vísar fullyrðingum BSRB um misrétti í launum milli starfsfólks sem heyra undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hins vegar á bug.

Innlent
Fréttamynd

Segir SÍS einbeitt í að mismuna fólki

At­kvæða­greiðsla um verk­fall starfs­manna BSRB í skólum og frí­stunda­heimilum í ná­granna­sveitar­fé­lögum Reykja­víkur hófst núna á há­degi en kjara­deila stéttar­fé­lagsins við Sam­band ís­lenskra sveitar­fé­laga hefur siglt í strand. For­maður BSRB segir SÍS ein­beitt í því að mis­muna fólki.

Innlent
Fréttamynd

Launakostnaður íslenskra fyrirtækja er undir meðallagi

Atvinnurekendur tala iðulega um að laun séu með hæsta móti á Íslandi, jafnvel þau hæstu í heimi. Fjölmiðlar þeirra bergmála þetta svo um allt land. Því trúa margir þessu. En þetta er ekki svona einfalt. Skoða þarf laun og launatengd gjöld saman, að teknu tilliti til mismunandi verðlags þjóða.

Skoðun
Fréttamynd

Yfir­völd komin með rauða spjaldið frá hjúkrunar­fræðingum

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir yfirvöld komin með rauða spjaldið frá hjúkrunarfræðingum. Skammtíma kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var samþykktur í dag með afar naumum mun. Aðeins tveimur atkvæðum munaði en 49,25 prósent voru hlynntir samningnum og 49,15 prósent á móti honum.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið samdi við hjúkrunar­fræðinga

Fulltrúar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og íslenska ríkisins skrifuðu undir nýjan kjarasamninga í dag. Samningurinn er sagður tryggja launahækkanir og kjarabætur fyrir hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu næsta árið.

Innlent
Fréttamynd

BHM náð samkomulagi við ríki og borg um efni nýrra samninga

BHM hefur náð rammasamkomulagi við fulltrúa ríkis og Reykjavíkurborgar um meginefni nýrra kjarasamninga aðildarfélaga bandalagsins. Samkomulagið er til tólf mánaða en á næstu dögum munu aðildarfélög eiga fundi með ríki og borg til að klára endanlega samninga. Stefnt er að því að ljúka sambærilegu samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga innan tíðar. 

Innlent
Fréttamynd

Aðildar­fé­lög BSRB undir­rita kjara­samninga

Aðildarfélög BSRB hafa náð samkomulagi um launahækkanir og kjarabætur fyrir starfsfólk í almannaþjónustu við ríki og Reykjavíkurborg. Um skammtímasamninga er að ræða sem gilda í tólf mánuði frá 1. apríl 2023.

Innlent
Fréttamynd

Skattar á fyrir­tæki hækkaðir og sam­hæfingar­mið­stöð frestað

Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt.

Innlent
Fréttamynd

Langvarandi verðbólga eykur líkur á kreppu

Þrálát verðbólga eykur hættu á kreppu að sögn seðlabankastjóra. Mikill hiti sé í hagkerfinu og nauðsynlegt að hægja meðal annars á fjárfestingum fyrirtækja. Vextir verði hækkaðir þar til verðbólga minnki.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér

Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Seðla­bankinn slátri á­vinningi kjara­samninga

Formaður Starfsgreinasambandsins og forseti Alþýðusambands Íslands og eru báðir ósáttir með enn eina vaxtahækkunina sem tilkynnt var um í dag. Þeir segja báðir að afleiðingar vaxtahækkana bitni helst á því fólki sem má síst við þeim.

Innlent
Fréttamynd

Tveir samningar undir­ritaðir en enn eru nokkrir eftir

Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir það ánægjulegt að kjarasamningsviðræður virðast komnar á skrið. Fyrir helgi var talið að viðræður við Orkuveituna hefðu siglt í strand en samningur við þau var undirritaður í gær. Í dag voru samningar við HS Orku og HS Veitur undirritaðir en nokkrir samningar standa eftir. 

Innlent
Fréttamynd

„Það þarf eitt­hvað til að höggva á hnútinn“

Engin lausn virðist í sjónmáli í kjaraviðræðum Rafiðnaðarsambandsins og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur, að sögn formanns Rafiðnaðarsambandsins. Viðræður við önnur orkufyrirtæki gangi einnig hægt sem hægi á allri vinnu við langtímasamninga. Eitthvað þurfi til að höggva hnútinn og eru verkfallsaðgerðir ekki úr myndinni.

Innlent
Fréttamynd

Tíu ár af sam­eigin­legum hags­munum

Þann 9. febrúar ritaði Félag skipstjórnarmanna, ásamt öðrum stéttarfélögum sjómanna, undir kjarasamning við SFS. Kjarasamningar höfðu verið lausir frá árslokum 2019. Allar götur síðan höfðu viðræður átt sér stað um nýjan kjarasamning.

Skoðun