Innlent

Skot­vopna­leyfi aftur­kallað og byssa gerð upp­tæk

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Mynd frá vettvangi.
Mynd frá vettvangi. vísir

Karlmaður á miðjum aldri brást illa við afturköllun á skotvopnaleyfi hans, og kalla þurfti til sérsveitarinnar og samningamanna að heimili hans í Hafnarfirðinum. Málið endaði vel að sögn lögreglu og maðurinn var handtekinn.

„Það var verið að afturkalla skotvopnaleyfi hjá aðila í þessari íbúð, hann brást illa við og það kallaði á þetta viðbragð,“ segir Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði.

Maðurinn hafi ekki lengur uppfyllt skilyrði til að hafa skotvopnaleyfi. Leyfið hafi verið afturkallað, og við slíka framkvæmd séu byssur gerðar upptækar.

Hann segir að maðurinn hafi ekki verið ógnandi, en hann hafi verið ósamvinnuþýður og hafi skellt hurðinni á lögreglu.

„Þetta endaði vel en af því hann brást svona við þá var viðbragðið svona,“ segir Sævar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×