Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Biden ekki með Covid-19

Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur ekki smitast af Covid-19. Hann fór í skimun í dag eftir að opinberað var að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði smitast.

Erlent
Fréttamynd

Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk

Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Hvað gerist ef Trump verður veikur?

Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin: Fyrstu kappræðurnar vöktu mikla athygli

Fyrstu kappræður forsetakosninga Bandaríkjanna fóru fram aðfaranótt miðvikudagsins. Þar mættust þeir Donald Trump, forseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, á sviði í fyrsta sinn. Óhætt er að segja að úrkoman hafi verið sérstök.

Erlent
Fréttamynd

Skipuleggjendurnir lofa minni óreiðu næst

Skipuleggjendur kappræðnanna fyrir bandarísku forsetakosningarnar hafa heitið því að breyta skipulagi þeirra svo koma megi í veg fyrir stöðug frammígrip, líkt og gerðist ótt og títt í fyrstu kappræðum kosningabaráttunnar í nótt.

Erlent
Fréttamynd

„Snjóflóð“ lyga frá forsetanum

Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér.

Erlent
Fréttamynd

Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar

Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum.

Erlent
Fréttamynd

Fyrstu kappræður Trumps og Bidens

Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

„Mógúllinn“ sem tapar og tapar

Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi

Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær.

Erlent
Fréttamynd

Ginsburg fyrsta konan á viðhafnarbörum í þinghúsinu

Opinber minningarathöfn um Ruth Bader Ginsburg, bandaríska hæstaréttardómaranna sem andaðist á föstudag, fer fram í Washington-borg í dag. Ginsburg er fyrsta konan og fyrsti gyðingurinn til að liggja á viðhafnarbörum í bandaríska þinghúsinu.

Erlent