Innlent

Þrettán þúsund krónur fyrir nótt í tjaldi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Tjaldið er á huggulegum stað.
Tjaldið er á huggulegum stað. Booking.com

Á vefsíðunni Booking.com má finna auglýsingu þar sem boðið er upp á gistingu í Hornafirði í fullútbúnu tjaldi, og er verðið í kringum þrettán þúsund krónur. Gistingin virðist almennt falla vel í kramið á gestum, en umsagnir eru flestar jákvæðar.

„Stafafell Nature Park Camping í Stafafelli býður upp á garðútsýni og gistirými með garði. Ókeypis WiFi og ókeypis bílastæði eru í boði á staðnum. Frá lúxustjaldinu er útsýni yfir fjöllin og þar er svæði fyrir lautarferðir,“ segir í auglýsingunni. Sjá auglýsinguna á booking.com.

Allar einingar í lúxustjaldinu séu með rúmföt og handklæði.

Innifalið í verðinu er aðgangur að sameiginlegri baðherbergisaðstöðu tjaldstæðisins. Þá segir að hægt sé að leigja reiðhjól á Stafafell Nature Park Camping og hægt er að stunda hjólreiðar og gönguferðir í nágrenninu.

Maríó frá Bandaríkjunum naut sín vel í tjaldinu. „Þetta var í fyrsta skiptið sem við tjölduðum á Íslandi. Útsýnið var stórkostlegt og líka tjaldið. Það varð frekar kalt á nóttunni, en við fengum frábæra svefnpoka þannig það kom ekki að sök. Ég elska útivist og elskaði að vera þarna. Mæli eindregið með!“

Umsagnir eru flestar á jákvæðum nótum, en nokkrar eru með athugasemdir um það til dæmis að baðherbergisaðstaðan mætti vera stærri.

Lúxustjaldið er fullútbúið.Booking.com
Innifalið í verðinu er aðgangur að sameiginlegri baðherbergisaðstöðu tjaldstæðisins.booking.com
Tjaldið er í stórbrotnu umhverfi í Hornafjarðarsveit.booking.com
Eldhúsaðstaðan.booking.com
Hægt er að leigja hjól og njóta náttúrufegurðarinnar á ferð og flugi.booking.com



Fleiri fréttir

Sjá meira


×