Blaðamaður

Jón Hákon Halldórsson

Jón Hákon er blaðamaður á Fréttablaðinu.

Nýjustu greinar eftir höfund

Að jafnaði fjögur vopnuð útköll á viku

Það sem af er ári hefur sérsveit ríkislögreglustjóra farið í 76 vopnuð útköll. Það samsvarar 4,5 útköllum á viku. Vopnuðum útköllum hefur fjölgað á síðastliðnum áratug.

Menntun barna rædd á faglegum forsendum

Reglulega skýtur upp kollinum umræða um að færa menntun fimm ára barna í grunnskólann. Ástæðurnar eru yfirleitt af praktískum toga. Menntun fimm ára barna verður rædd á faglegum forsendum á Grand Hóteli í dag á ráðstefnu í tilefni afmælis Rannung.

Gagnrýna fyrirhuguð bílastæðagjöld

Samtök ferðaþjónustunnar leggjast alfarið gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld.

Kennarar á Akranesi eru óánægðastir

Fjölbrautaskóli Vesturlands kemur verst allra framhaldsskóla út úr könnun. Fjölbrautaskólinn við Ármúla kemur best út af öllum skólum á höfuðborgarsvæðinu. Félag framhaldsskólakennara fylgir niðurstöðum eftir með eigin könnun.

Myglan eyðilagði starfsmóralinn í velferðarráðuneytinu

Velferðarráðuneytið kemur verst allra ráðuneyta út í mælingu á Stofnun ársins. Ástandið er betra í utanríkisráðuneytinu. Sýslumaðurinn á höfuðborgar­svæðinu og lögreglan eru á botninum. Laun eru sögð stór orsakaþáttur.

Skólum gert að greiða fyrir efni frá RÚV

"Það kæmi sér afar vel í íslenskukennslu að hafa aðgang að efni eins og Kiljunni, Landanum, Orðbragði og þessum þáttum,“ segir Berglind Rúnarsdóttir, íslenskukennari við Borgarholtsskóla. Hún er ósátt við það að Ríkisútvarpið, sem er útvarp í almannaþágu, láti framhaldsskólunum ekki sjónvarpsefni í té endurgjaldslaust.

Sjaldan fleiri beðið eftir áfengismeðferð

Biðin eftir því að komast í áfengismeðferð hjá SÁÁ er nú allt að 150 dagar. Framkvæmdastjóri segir neytendur að eldast og þjónustu ríkisins við hópinn að minnka. Áhersla á málaflokkinn þurfi að aukast.

Sjá meira