Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þola kylfingar á Kjalarnesi ekki smá skítalykt?

Formaður Bændasamtaka Íslands spyr sig af hverju það megi ekki vera öðru hvori skítalykt á golfvellinum á Kjalarnesi. Spurningin er sett fram í ljósi þess að kjúklinga og svínabændur á Kjalarnesi eru að berjast fyrir því að stækka starfsemi sína en það gengur illa því kylfingar vilja ekki skítalykt af búunum yfir golfvöllinn.

Saur frá mönnum á tún bænda vegna hækkandi áburðaverðs?

Miklir möguleikar felast í úrgangi laxeldis hér á landi í áburðarnotkun fyrir bændur á tún sín á sama tíma og áburðaverð í heiminum hefur rokið upp úr öllum hæðum. Þá kemur úrgangur úr mönnum einnig til greina, sem áburður á túnin.

13 milljarðar í annan áfanga nýja miðbæjarins á Selfossi

Um fjörutíu ný hús verða byggð í öðrum áfanga nýja miðbæjarins á Selfossi, þar á meðal tvö hótel. Framkvæmdir hefjast næsta vor og munu taka 36 mánuði. Kostnaður við verkið er á milli 12 og 13 milljarðar króna.

Taminn forystuhrútur í Skagafirði

Forystuhrúturinn Móri í Skagafirði þykir einstaklega fær þegar kemur að því að hlaupa samhliða hesti í bandi með bjölluna sína. Bóndinn á bænum, sem hefur tamið Móra notar hann mikið þegar hann er að smala því kindurnar laðast að Móra og síðan hleypur hann með þær heim á bæ.

Spinnur garn af rokki eins og land­náms­konurnar gerðu

Marianne Guckelsberger í Hveragerði gerir mikið af því að spinna úr íslenskri ull og búa þannig til band en þá spinnir hún garn af rokki, eins og landnámskonurnar gerðu til að klæða fólkið sitt, enda var ullin það sé hélt lífi í fólkinu. Víkingar kunnu hins vegar ekki að prjóna.

Fá meira fyrir ullina en kjötið af fé sínu

Ullarviku Suðurlands lýkur formlega í dag með ullarmarkaði í félagsheimilinu í Þingborg í Flóahreppi. Vikan hefur tekið einstaklega vel þar sem áhugafólk um íslenska ull hefur fræðst um góðan eiginleika hennar við ýmiskonar handverk. Margir sauðfjárbændur fá nú meira fyrir ullina en kjötið af fé sínu.

Útfararbíll nýttur sem sendibíll á Ísafirði

Útfararbíll á Ísafirði er óvenjulega mikið á ferðinni og vekur alltaf athygli þar sem hann kemur en hann er þó ekki að flytja lík á milli staða. Nei, bílinn er notaður, sem sendibíll fyrir tælenskan veitingastað í bænum.

Regnbogahátíð í Mýrdalnum um helgina

Það iðar allt af lífi í Vík í Mýrdal og í sveitunum þar í kring um helgina því Regnbogahátíð fer þar fram um helgina. Um er að ræða menningarhátíð þar sem boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir unga, sem aldna.

Golfkúluhundurinn Kjói á Ísafirði

Hundurinn Kjói á Ísafirði er magnaður þegar kemur að golfi og golfíþróttinni því hann týnir upp í kjaftinn sinn allar golfkúlur, sem eru fyrir utan golfvöllinn í bænum. Hann tekur engar kúlur inn á vellinum, bara kúlurnar fyrir utan og skilar þeim til eiganda síns, sem er með mörg hundruð kúlur, sem Kjói hefur komið með heim.

Sjá meira