Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Reynir Pétur munnhörpuleikari með meiru

Munnharpa og munnhörpulög eiga allan hug Reynis Péturs Ingvarssonar á Sólheimum í Grímsnesi, en hann spilar bæði frumsamin lög og lög eftir aðra. Þá spilar hann stundum fyrir gesti á Sólheimum.

Ferðamenn streyma í Skálholt sem aldrei fyrr

Starfsfólk í Skálholti hefur varla haft undan í sumar að taka á móti ferðamönnum, sem koma og skoða staðinn, þó aðallega útlendingar. Framkvæmdastjóri staðarins finnst sérstakt að aðeins brot af íslensku þjóðinni hefur heimsótt Skálholt.

Hjólaði 400 kílómetra með höndunum á sólarhring

Arnar Helgi Lárusson, sem er lamaður fyrir neðan brjóst lauk hjólaferð sinni nú í kvöld á Selfoss eftir að hafa hjólað með höndunum fjögur hundruð kílómetra leið á sólarhring með fram suðurströndinni.

Nýjustu þríburar landsins dafna vel

Nýjustu þríburar landsins, sem eru tveggja og hálfs mánaðar gamlir fóru í sína fyrstu sumarbústaðaferð í vikunni með foreldrum sínum og bróður. Þríburarnir, sem eru tveir strákar og eins stelpa dafna mjög vel en þau fá að borða á fjögurra tíma fresti.

Eldfjallateppi heklað sem rúmteppi á 280 klukkutímum

Ragnheiður Þorsteinsdóttir, sem býr í Luton í Bretlandi er ótrúlega manneskja þegar kemur að handverki en hún var að ljúka við að hekla rúmteppi með myndum af gosinu á Reykjanesi. Ragnheiður er fædd og uppalinn á Snæfellsnesi en flutti í Breiðholti á unglingsárum og flutti svo til Bretlands þar sem hún býr í dag.

Saumar þjóðbúninga á færibandi á Hvolsvelli

Ragnhildur Birna Jónsdóttir á Hvolsvelli er engin venjulega kona þegar kemur að saumaskap því hún hefur saumað á annan tug þjóðbúninga á sitt fólk. Hún segir saumaskap veita sér hugarró.

Sælkerarölt í Reykholti í Biskupstungum í allt sumar

Heimagert konfekt, rúgbrauð bakað í hver og ný íslensk jarðarber, hindber og brómber er það sem gestir Sælkeraröltsins í Reykholti í Bláskógabyggð fá meðal annars að smakka á í göngu um þorpið alla föstudaga í sumar.

Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana.

Sjá meira