Nýjustu þríburar landsins dafna vel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júní 2021 20:03 Hanna Björk og Arnar Long með nýjustu þríbura landsins, börnin sín, sem komu í heiminn 1. apríl. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýjustu þríburar landsins, sem eru tveggja og hálfs mánaðar gamlir fóru í sína fyrstu sumarbústaðaferð í vikunni með foreldrum sínum og bróður. Þríburarnir, sem eru tveir strákar og eins stelpa dafna mjög vel en þau fá að borða á fjögurra tíma fresti. Sumarbústaðaferð fjölskyldunnar var í Grímsnesi en fjölskyldan býr í Reykjanesbæ. Þríburarnir fæddust 1. apríl og eru því rúmlega tveggja og hálfs mánaða gamlir. Síðast fæddust þríburar á Íslandi fyrir um fjórum árum. „Þeir drekka á fjögurra tíma fresti og þá er ákveðin rútína, þeir fá nýja bleyju og svo sofa þau kannski smá á milli og svo er byrjað á nýrri rútínu aftur. Þetta er svona stanslaust yfir allan sólarhringinn,“ segir Hanna Björk Hilmarsdóttir, nýbökuð þríburamamma. Foreldrarnir skipta næturvöktunum á milli sín og passa að hvílast vel sé þess nokkur kostur. Þau eiga líka Ingiberg, sem er tæplega tveggja ára fjörugur og skemmtilegur strákur. Þríburarnir dafna mjög vel en þau heita Írena Long, Bjartur Long og Þorri Long.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki sérstök upplifun að eiga þríbura? „Það er krefjandi og erfitt að eignast eitt barn þannig að þetta er alveg mjög mikið en ég held að við séum bara að standa okkur mjög vel,“ segir Arnar Long Jóhannsson nýbakaður þríburapabbi. En eru þau strax farin að sjá karakter einkenni á þríburunum? „Já að vissu leyti, aðallega stelpunni, hún er ákveðnari. Hún lætur strax vita ef henni líkar ekki eitthvað, þá bara öskrar hún,“ segir Hanna Björk og hlær. En hvernig leggst framtíðin í Hönnu og Arnar með allan þennan barnaskara? „Við erum bara mjög til í þetta, þetta er geggjað. Við erum svo klikkuð, við erum í fæðingarorlofi núna og verðum fram í janúar. Við erum svo að fara með allan herinn til Kaliforníu í 12 tíma flug núna 4. September í haust og verðum til 1. desember, amma mín býr úti“, segir Arnar og Hanna Björk bætir við. „Ég held að hugsunin okkar sé þannig að við ætlum ekki að láta hvað við eigum mikið af börnum stoppa okkur, heldur að gera bara það sem við mundum gera með krakkana.“ Þríburarnir heita Írena Long Arnarsdóttir, Bjartur Long Arnarsson og Þorri Long Arnarsson. Stóri bróðir er mjög ánægður með nýju systkinin sín, tvo bræður og eina systur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Grímsnes- og Grafningshreppur Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Sumarbústaðaferð fjölskyldunnar var í Grímsnesi en fjölskyldan býr í Reykjanesbæ. Þríburarnir fæddust 1. apríl og eru því rúmlega tveggja og hálfs mánaða gamlir. Síðast fæddust þríburar á Íslandi fyrir um fjórum árum. „Þeir drekka á fjögurra tíma fresti og þá er ákveðin rútína, þeir fá nýja bleyju og svo sofa þau kannski smá á milli og svo er byrjað á nýrri rútínu aftur. Þetta er svona stanslaust yfir allan sólarhringinn,“ segir Hanna Björk Hilmarsdóttir, nýbökuð þríburamamma. Foreldrarnir skipta næturvöktunum á milli sín og passa að hvílast vel sé þess nokkur kostur. Þau eiga líka Ingiberg, sem er tæplega tveggja ára fjörugur og skemmtilegur strákur. Þríburarnir dafna mjög vel en þau heita Írena Long, Bjartur Long og Þorri Long.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki sérstök upplifun að eiga þríbura? „Það er krefjandi og erfitt að eignast eitt barn þannig að þetta er alveg mjög mikið en ég held að við séum bara að standa okkur mjög vel,“ segir Arnar Long Jóhannsson nýbakaður þríburapabbi. En eru þau strax farin að sjá karakter einkenni á þríburunum? „Já að vissu leyti, aðallega stelpunni, hún er ákveðnari. Hún lætur strax vita ef henni líkar ekki eitthvað, þá bara öskrar hún,“ segir Hanna Björk og hlær. En hvernig leggst framtíðin í Hönnu og Arnar með allan þennan barnaskara? „Við erum bara mjög til í þetta, þetta er geggjað. Við erum svo klikkuð, við erum í fæðingarorlofi núna og verðum fram í janúar. Við erum svo að fara með allan herinn til Kaliforníu í 12 tíma flug núna 4. September í haust og verðum til 1. desember, amma mín býr úti“, segir Arnar og Hanna Björk bætir við. „Ég held að hugsunin okkar sé þannig að við ætlum ekki að láta hvað við eigum mikið af börnum stoppa okkur, heldur að gera bara það sem við mundum gera með krakkana.“ Þríburarnir heita Írena Long Arnarsdóttir, Bjartur Long Arnarsson og Þorri Long Arnarsson. Stóri bróðir er mjög ánægður með nýju systkinin sín, tvo bræður og eina systur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Grímsnes- og Grafningshreppur Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira