Vistaskipti

Fréttamynd

Arna Dögg nýr yfir­læknir líknar­lækninga

Arna Dögg Einarsdóttir hefur verið ráðin nýr yfirlæknir líknarlækninga á Landspítala og tekur við stöðunni þann 1. maí 2022. Hún hefur starfað við líknarlækningar frá árinu 2010 við líknardeild spítalans, í sérhæfðri líknarheimaþjónustu og líknarráðgjafateymi.

Innlent
Fréttamynd

Guðni stýrir einum stærsta banka Katars

Íslenski bankamaðurinn Guðni Aðalsteinsson, sem var á meðal stjórnenda Kaupþings banka þangað til hann féll haustið 2008, hefur verið ráðinn tímabundið sem forstjóri Doha Bank, sem er einn stærsti bankinn í Katar.

Klinkið
Fréttamynd

Jón Finnbogason ráðinn framkvæmdastjóri Stefnis

Jón Finnbogason, sem hefur undanfarin ár verið forstöðumaður fyrirtækja innan fyrirtækja- og fjárfestingabankasviðs Arion banka, hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri sjóðastýringarfélagsins Stefnis, dótturfélags Arion og mun hefja störf í byrjun næsta mánaðar.

Innherji
Fréttamynd

Bene­dikt ráðinn teymis­stjóri hjá Póstinum

Benedikt Þorgilsson hefur verið ráðinn sem teymisstjóri hugbúnaðarþróunar í upplýsingatæknideild hjá Póstinum, og hefur þegar hafið störf. Hann mun hafa yfirumsjón með hugbúnaðarteymi Póstsins og leiða verkefni sem tengjast ytri kerfum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Harpa Ósk kjörin nýr skáta­höfðingi

Harpa Ósk Valgeirsdóttir var í gær kjörin nýr skátahöfðingi Íslands. Hún var sjálfkjörin enda vilja skátar ekki það vesen sem fylgir kosningaslag og eru samstíga, að sögn Hörpu Óskar.

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur nýr frétta­stjóri Markaðarins

Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur verið ráðinn fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Hann hóf störf í morgun en Guðmundur er með meistaragráðu í viðskiptafræði og starfaði sem fréttamaður á RÚV árin 2006 til 2011. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Anna Kristín nýr formaður SÍA

Anna Kristín Kristjánsdóttir var kjörin formaður Samtaka íslenskra auglýsingastofa (SÍA) á aðalfundi samtakanna sem fram fór í gær. Fráfarandi formaður er Guðmundur Hrafn Pálsson frá Pipar/TWBA.

Viðskipti innlent