Handbolti

Fréttamynd

„Ótrúlega gaman að spila í Eyjum“

Hergeir Grímsson og félagar í hans nýja liði Stjörnunni hafa farið heldur rólega af stað í Olís-deildinni í handbolta og eru með fjögur stig eftir fyrstu fjóra leikina. Þeir eiga erfiðan leik fyrir höndum í dag gegn ÍBV í Vestmannaeyjum.

Handbolti
Fréttamynd

Handboltaakademían spili stóra rullu í uppgangi handboltans á Selfossi

Undanfarin ár hafa Selfyssingar alið af sér marga af bestu handboltamönnum landsins. Á síðustu stórmótum hefur íslenska landsliðið verið þétt setið af Selfyssingum, en Hergeir Grímsson, leikmaður Stjörnunnar í Olís-deild karla, segir að líklega sé það handboltaakademíunni á svæðinu að þakka.

Handbolti
Fréttamynd

Spila á Dalvík vegna árshátíðar

Karlalið Þórs í handbolta bregður nú á sama ráð og karlalið KA í fótbolta þurfti að gera á síðustu misserum, með því að spila heimaleik á Dalvík vegna aðstöðuleysis á Akureyri.

Handbolti
Fréttamynd

„Þeir þurftu að hafa fyrir sínum mörkum“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var sáttur með sigur sinna manna er þeir tóku á móti Fram í 16. umferð Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en Valsmenn tóku yfir í seinni hálfleik og unnu leikinn með sjö mörkum, 34-27. 

Handbolti
Fréttamynd

„Egill Magnússon er týndur og tröllum gefinn“

Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni ræddu í síðasta þætti um vandræði FH-inga og sérstaklega framlag Egils Magnússonar sem skoraði ekki mark, úr sjö skotum, í 25-25 jafnteflinu við Fram í Olís-deildinni í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

„Ég var ekki sáttur með þetta rauða spjald “

„Ég er ánægðastur með það, úr því sem komið var, að við náum að snúa þessu við með því að fara í framliggjandi vörn og vorum agaðir og með smá trikki frá Binna í horninu að ná að jafna leikinn,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, eftir jafntefli á móti Stjörnunni í kvöld. Haukar voru tveimur mörkum undir þegar tæplega fimm mínútur voru til leiksloka en tókst, með klókinum að jafna leikinn, 29-29. 

Handbolti
Fréttamynd

Sveinn hafði betur í Íslendingaslag

Sveinn Jóhannsson og félagar hans í Skjern unnu góðan tveggja marka sigur, 30-28, er liðið tók á móti Íslendingaliði Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Þeir voru betri en við og ég óska ÍR til hamingju“

„Mér líður ekki vel. Ég held að við og ég segi það sama og ég sagði eftir síðasta leik, við verðum að vera betri. Frá byrjun vorum við að elta þá og það er svo erfitt að byrja leikinn á elta og það er erfitt í sextíu mínútur. Þeir voru betri en við og ég óska ÍR til hamingju, góður leikur hjá þeim,“ sagði Carlos Martin Santos, eftir tap á ÍR í kvöld. Lokatölur 35-34. 

Handbolti
Fréttamynd

Karen á von á páskaunga

Landsliðskonan Karen Knútsdóttir, leikstjórnandi og lykilmaður Fram í handbolta, verður ekki með Íslandsmeisturunum í vetur þar sem hún er ólétt að sínu öðru barni.

Handbolti
Fréttamynd

Bjarki „grýtti“ dóttur sinni í djúpu laugina í ungverskum skóla

„Það er biluð pressa hérna en þegar það gengur vel er allt æðislegt. Við höfum ekki tapað leik síðan að ég kom en þeir tala um það að það fari allt til fjandans ef við töpum einum leik eða gerum jafntefli,“ segir Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, eftir fyrstu mánuðina sem leikmaður ungverska stórveldisins Veszprém.

Handbolti
Fréttamynd

Janus og Sigvaldi markahæstir en Kolstad þarf að snúa taflinu við

Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson voru markahæstu menn Kolstad er liðið heimsótti spænska liðið Bidasoa Irun í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Heimamenn höfðu betur í kvöld, 30-27, og Íslendingaliðið þarf því á sigri að halda í síðari leik liðanna að viku liðinni.

Handbolti