Lögregla handtók einnig tvo menn í tveimur aðskildum tilvikum sem báðir voru í annarlegu ástandi. Þá var tilkynnt um þjófnað í verslun í póstnúmerinu 108 en málið afgreitt á vettvangi.
Viðbragðsaðilum barst einnig tilkynning um eld í Kópavogi þar sem logaði í ruslatunnu og var eldurinn slökktur.
Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni, ýmist fyrir akstur undir áhrifum eða of hraðan akstur.