Lögreglumál

Fréttamynd

„Enginn sagði mér að utanvegaakstur væri ólöglegur“

Rússneski ferðamaðurinn sem gerðist sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit um helgina hefur tjáð sig um athæfið. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir að utanvegaakstur væri ólöglegur á Íslandi, hópur hans hafi orðið fyrir aðkasti vegna málsins auk þess sem að hann gagnrýnir þá sem farið hafa hörðum orðum um hann á samfélagsmiðlum vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Stal fötum úr þvottahúsi í sameign

Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu upp úr klukkan níu í gærkvöldi í Bústaðahverfinu í Reykjavík vegna þjófnaðar á fatnaði úr þvottahúsi í sameign fjölbýlishúss.

Innlent
Fréttamynd

Insta­gram­stjörnur göntuðust með utan­vega­akstur við Mý­vatn

Lögreglumenn frá Húsavík höfðu í dag afskipti af ökumanni bifreiðar sem ekið hafði verið utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn. Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir í samtali við Vísi að ökumaður bílsins og farþegar hafi verið boðaðir til móts við lögreglu á morgun til að ganga frá málinu.

Innlent
Fréttamynd

Árásir á transfólk hérlendis sífellt alvarlegri

Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu.

Innlent