Árásir á transfólk hérlendis sífellt alvarlegri Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júní 2019 13:02 Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er kynjafræðingur. Hún er ötul í baráttu sinni fyrir mannréttindum trans- og intersexfólks á Íslandi. FBL/Stefán Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu. Ráðist var gegn transkonu í Árbæ aðfaranótt síðastliðins föstudags. Talið er að þar hafi verið að verki tveir erlendir karlmenn sem réðust á konuna vegna kynvitundar hennar, og því um hatursglæp að ræða. Mennirnir voru á bak og burt þegar lögreglu bar að garði og samkvæmt upplýsingum frá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar er ekki vitað hverjir voru að verki, en að árásin sé til rannsóknar.Sjá nánar: Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er formaður samtakanna Trans Ísland, en samtökin hafa verið í samskiptum við þolanda árásarinnar, sem Ugla segir ekkert einsdæmi. Hún þekki til þriggja tilfella á skömmum tíma þar sem transmanneskja á Íslandi hefur orðið fyrir alvarlegum fordómum eða ofbeldi. „Glæpirnir eru að verða alvarlegri þótt þeir séu kannski ekkert endilega að færast í aukana, þannig. Ég held bara að þeir séu að koma meira fram á sjónarsviðið ef eitthvað.“ Ugla segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólk vera að aukast í heiminum, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem þrengt hefur verið að lagalegum réttum transfólks á síðustu misserum. „Við erum að sjá þetta alls staðar í heiminum ekki síst þar sem ákveðin pólitísk öfl eru í rauninni að rísa. Þetta eru pólitísk öfl sem eru hvað mest að beita sér gegn mannréttindum yfir höfuð og þá er náttúrulega transfólk eitt af þeim hópum sem verður fyrir barðinu á því.“ Þessi þróun undrirstrikar að mati Uglu mikilvægi þess að þrengja ekki að lögum um hatursorðræðu eins og Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra lagði til. Auk þess yrði það mikil réttarbót ef Alþingi samþykkti frumvarp um kynrænt sjálfræði, sem festir í lög rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt sjálfir. „Vegna þess að frumvarpið um kynrænt sjálfræði í sjálfu sér myndi vera stærsta skref í réttindabaráttu transfólks og intersexfólks jafnvel í heiminum. Það er líf okkar sem er um að ræða þannig að auðvitað ættum við að fá að ráða ferðinni svolítið í þeim málum.“ Jafnréttismál Lögreglumál Tengdar fréttir Telur hatursglæpum hafa fjölgað hér á landi Lögreglan þarf að standa sig betur þegar kemur að hatursglæpum hér á landi að sögn aðjúnkts í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Þekkingu skorti innan lögreglunnar til að bera kennsl á hatursglæpi og skrá þá rétt og því lítil sem engin tölfræði til. 23. apríl 2019 20:30 Börnin sem hafa ekki rödd Börn eiga að hafa frelsi til þess að fá að taka upplýsta ákvörðun um eigin líkama. Það þarf ekki sérfræðing í hinsegin málefnum til þess að átta sig á því að mögulega er verið að gera breytingar á líkama barna sem þeim mun ekki hugnast í framtíðinni, en til eru fjölmörg dæmi um að kynvitund barna passi ekki við það kyn sem er valið. Þessar skurðaðgerðir geta beðið. 15. mars 2019 00:01 Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Gerendurnir eru sagðir vera tveir erlendir karlmenn en þeir hafa ekki enn fundist. 31. maí 2019 06:31 Fólki verði gert mögulegt að breyta kynskráningu sinni í þjóðskrá Forsætisráðherra fer fyrir frumvarpi um kynrænt sjálfstæði einstaklinga. 24. febrúar 2019 20:43 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu. Ráðist var gegn transkonu í Árbæ aðfaranótt síðastliðins föstudags. Talið er að þar hafi verið að verki tveir erlendir karlmenn sem réðust á konuna vegna kynvitundar hennar, og því um hatursglæp að ræða. Mennirnir voru á bak og burt þegar lögreglu bar að garði og samkvæmt upplýsingum frá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar er ekki vitað hverjir voru að verki, en að árásin sé til rannsóknar.Sjá nánar: Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er formaður samtakanna Trans Ísland, en samtökin hafa verið í samskiptum við þolanda árásarinnar, sem Ugla segir ekkert einsdæmi. Hún þekki til þriggja tilfella á skömmum tíma þar sem transmanneskja á Íslandi hefur orðið fyrir alvarlegum fordómum eða ofbeldi. „Glæpirnir eru að verða alvarlegri þótt þeir séu kannski ekkert endilega að færast í aukana, þannig. Ég held bara að þeir séu að koma meira fram á sjónarsviðið ef eitthvað.“ Ugla segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólk vera að aukast í heiminum, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem þrengt hefur verið að lagalegum réttum transfólks á síðustu misserum. „Við erum að sjá þetta alls staðar í heiminum ekki síst þar sem ákveðin pólitísk öfl eru í rauninni að rísa. Þetta eru pólitísk öfl sem eru hvað mest að beita sér gegn mannréttindum yfir höfuð og þá er náttúrulega transfólk eitt af þeim hópum sem verður fyrir barðinu á því.“ Þessi þróun undrirstrikar að mati Uglu mikilvægi þess að þrengja ekki að lögum um hatursorðræðu eins og Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra lagði til. Auk þess yrði það mikil réttarbót ef Alþingi samþykkti frumvarp um kynrænt sjálfræði, sem festir í lög rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt sjálfir. „Vegna þess að frumvarpið um kynrænt sjálfræði í sjálfu sér myndi vera stærsta skref í réttindabaráttu transfólks og intersexfólks jafnvel í heiminum. Það er líf okkar sem er um að ræða þannig að auðvitað ættum við að fá að ráða ferðinni svolítið í þeim málum.“
Jafnréttismál Lögreglumál Tengdar fréttir Telur hatursglæpum hafa fjölgað hér á landi Lögreglan þarf að standa sig betur þegar kemur að hatursglæpum hér á landi að sögn aðjúnkts í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Þekkingu skorti innan lögreglunnar til að bera kennsl á hatursglæpi og skrá þá rétt og því lítil sem engin tölfræði til. 23. apríl 2019 20:30 Börnin sem hafa ekki rödd Börn eiga að hafa frelsi til þess að fá að taka upplýsta ákvörðun um eigin líkama. Það þarf ekki sérfræðing í hinsegin málefnum til þess að átta sig á því að mögulega er verið að gera breytingar á líkama barna sem þeim mun ekki hugnast í framtíðinni, en til eru fjölmörg dæmi um að kynvitund barna passi ekki við það kyn sem er valið. Þessar skurðaðgerðir geta beðið. 15. mars 2019 00:01 Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Gerendurnir eru sagðir vera tveir erlendir karlmenn en þeir hafa ekki enn fundist. 31. maí 2019 06:31 Fólki verði gert mögulegt að breyta kynskráningu sinni í þjóðskrá Forsætisráðherra fer fyrir frumvarpi um kynrænt sjálfstæði einstaklinga. 24. febrúar 2019 20:43 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Telur hatursglæpum hafa fjölgað hér á landi Lögreglan þarf að standa sig betur þegar kemur að hatursglæpum hér á landi að sögn aðjúnkts í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Þekkingu skorti innan lögreglunnar til að bera kennsl á hatursglæpi og skrá þá rétt og því lítil sem engin tölfræði til. 23. apríl 2019 20:30
Börnin sem hafa ekki rödd Börn eiga að hafa frelsi til þess að fá að taka upplýsta ákvörðun um eigin líkama. Það þarf ekki sérfræðing í hinsegin málefnum til þess að átta sig á því að mögulega er verið að gera breytingar á líkama barna sem þeim mun ekki hugnast í framtíðinni, en til eru fjölmörg dæmi um að kynvitund barna passi ekki við það kyn sem er valið. Þessar skurðaðgerðir geta beðið. 15. mars 2019 00:01
Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Gerendurnir eru sagðir vera tveir erlendir karlmenn en þeir hafa ekki enn fundist. 31. maí 2019 06:31
Fólki verði gert mögulegt að breyta kynskráningu sinni í þjóðskrá Forsætisráðherra fer fyrir frumvarpi um kynrænt sjálfstæði einstaklinga. 24. febrúar 2019 20:43