Lífið

Ragn­heiður Grön­dal er söluhæsti lista­maður á tónlist.is frá upp­hafi

Ragnheiður Gröndal er söluhæsti listamaður tónlist.is frá upphafi. Nú er hún komin með nýtt lag og ber það nafnið Með þér.



Lagið sem er eftir Bubba Morthens kom fyrst út á plötunni hans Trúir þú á engla en nú hefur Ragnheiður tekið þetta frábæra lag og gert það svo sannarlega að sínu.

Lagið kemur út safnplötunni Íslensk ástarlög sem er væntanleg um miðjan júní en ásamt Ragnheiði eru Andrea Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir og Hildur Vala meðal flytjenda á plötunni.

Áður en sá diskur kemur í verslanir er hægt að nálgast þetta nýja lag Ragnheiðar Gröndal á tónlist.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×