Lífið

Jarðhitasýningin í Hellisheiðarvirkjun fékk ó­vænta heim­sókn

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Neil deGrasse Tyson stýrði meðal annars þáttunum Cosmos þar sem hann fræðir áhorfendur um stjarneðlisfræði á mannamáli.
Neil deGrasse Tyson stýrði meðal annars þáttunum Cosmos þar sem hann fræðir áhorfendur um stjarneðlisfræði á mannamáli. Hellisheiðarvirkjun

Stjarneðlisfræðingurinn og vísindamiðlarinn bandaríski Neil deGrasse Tyson heimsótti í dag jarðhitasýninguna við Hellisheiðarvirkjun. Jarðhitasýningin er eins konar fræðslusetur þar sem gestir geta lært um hvernig jarðvarmi er nýttur til að framleiða rafmagn fyrir landið og heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið.

Starfsmenn sýningarinnar eru því í sama geira og Tyson þó á aðeins smærri skala.

„Frábært tækifæri fyrir vísindamiðlarana okkar að hitta eina af rokkstjörnunum í vísindamiðlun,“ segir í færslu sem starfsmenn jarðhitasýningarinnar birtu á síðu sinni á Instagram um heimsóknina óvæntu.

„Neil spurði okkur spjörunum úr um jarðhitann og orkuframleiðsluna,“ segir svo.

Hann hefur verið kallaður Stjörnu-Sævar þeirra Bandaríkjamanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×