Lífið

Aðsókn á Listasafn Reykjavíkur eykst um 70 prósent

Kjarvalsstaðir.
Kjarvalsstaðir.

Frá því að veittur var gjaldfrjáls aðgangur að Listasafni Reykjavíkur um síðustu áramót hefur aðsókn að safninu aukist um tæp sjötíu prósent.

Með því að veita gjaldfrjálsan aðgang vill Listasafn Reykjavíkur undirstrika að safnið er hluti af sameiginlegum lífsgæðum borgarbúa og aðgengilegt öllum.

,,Starfsfólk safnsins er stolt og þakklátt fyrir þann árangur sem náðst hefur en nú stefnir í að gestafjöldi á árinu 2008 fari yfir tvö hundruð þúsund. Á þeim óvissutímum sem nú blasa við er mikilvægt að leita sér örvunar og upplyftingar í menningu og listum og vonast safnið til að geta lagt þar sitt af mörkum," segir í tilkynningu.

Listasafn Reykjavíkur hefur yfir að ráða þremur safnhúsum; Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni og er aukningin gesta sambærileg í öllum húsunum. Hús Listasafns Reykjavíkur eru opin alla daga vikunnar og Hafnarhúsið er opið til klukkan tíu öll fimmtudagskvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×