Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Falko: Zarko og Matej voru frá­bærir

    Jakob Falko fór fyrir liði sínu, ÍR í kvöld en Stjarnan gerði vel í að koma honum í vandræði og hefur hann oft skorað meira. ÍR vann leikinn 87-89 og hafði Jakob í nægu að snúast að koma boltanum upp völlinn undir stanslausri pressuvörn Stjörnunnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Erfitt að spila við þessar að­stæður“

    Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var himinlifandi með að fara með sigur af hólmi frá erfiðum útivelli í Skógarselinu í Breiðholti í kvöld en lið hans bar sigurorð af ÍR í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta. Stjarnan er þar með komin í 2-0 en hafa þarf betur í þremur leikjum til þess að fara í undanúrslitin.   

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“

    Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var allt annað en sáttur við dómaratríóið sem sá um dómgælsuna þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Stjörnunni í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. Sigur Stjörnunnuar þýðir að liðið er komið í kjörstöðu með 2-0 forystu í einvíginu. 

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Vorum bara heppnir að landa þessu“

    Jóhann Þór Ólafsson átti erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa frammistöðu sinna manna í kvöld að eigin sögn en Grindvíkingar voru hársbreidd frá því að kasta unnum leik frá sér undir lokin.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Orku­stigið var skrítið út af okkur“

    Tindastóll vann Keflavík 93-96 í æsispennandi leik í kvöld. Tindastóll leiðir því einvígið 2-0 en Andri Már Eggertsson var mættur að taka viðtöl og náði á Pétri Rúnar Birgissyni strax eftir leik og spurði hvað það var sem skóp sigurinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Skelltu sér í jarðar­för Hauka

    Bónus Körfuboltakvöld Extra var á dagskrá í vikunni. Þar fóru þeir félagar Andri Már Eggertsson og Tómas Steindórsson á stúfana og kíktu meðal annars við á Ásvöllum.

    Körfubolti