Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Gestur Bónus Körfuboltakvölds Extra í þessari viku var ekki af verri endanum; fótboltadoktorinn sjálfur, Hjörvar Hafliðason. Körfubolti 19.3.2025 15:01
Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Nýr formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir framtíðina bjarta í greininni. Hann vonast til að finna langtíma lausn varðandi erlenda leikmenn hér á landi. Körfubolti 18.3.2025 09:31
Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Deildarkeppni 1. deildar karla í körfubolta er nú lokið. Fyrir lokaumferðina var ljóst að ÍA væru deildarmeistarar og myndu leika í Bónus-deildinni á næstu leiktíð. Liðin í 2. til 9. sæti fara í úrslitakeppnina um hitt sætið sem í boði er í Bónus-deildinni. Körfubolti 17.3.2025 21:16
Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta, var nokkuð léttur þegar íþróttadeild náði tali af honum í morgun. Keflavík er með bakið upp við vegg og tímabilið undir þegar liðið mætir Stjörnunni í kvöld. Körfubolti 14. mars 2025 12:02
„Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Logi Gunnarsson var að vonum sáttur með sigur sinna manna í kvöld þegar Njarðvíkingar báru sigurorð af Tindastól 101-90 í IceMar-höllinni í kvöld. Körfubolti 13. mars 2025 22:16
Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur við sigur sinna manna þegar liðið fékk Grindavík í heimsókn í 21. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 13. mars 2025 22:02
Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, segir að slakur fyrri hálfleikur hafði orðið sínu liði að falli þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Val í næstsíðustu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 13. mars 2025 21:59
„Við reyndum að gera alls konar“ Lárus Jónsson þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn var auðmjúkur eftir tap gegn Álfnesingum í kvöld sagði andstæðingana einfaldlega hafa verið betra liðið í leiknum sem Þórsarar komust aldrei í takt við. Körfubolti 13. mars 2025 21:42
Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð Njarðvíkingar sýndu styrk sinn í kvöld með því að vinna ellefu stiga sigur á deildarmeistaraefnunum í Tindastól, 101-90, í Bónus deild karla í körfubolta í Njarðvík. Þetta var sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð en Stólarnr töpuðu aftur á móti öðrum útileik sinum í röð. Körfubolti 13. mars 2025 21:40
„Vonandi lærum við af þessu“ KR vann lífsnauðsynlegan sigur á föllnum Haukum Bónus-deild karla í kvöld en KR er í harði baráttu um sæti í úrslitakeppninni og mátti ekki við að misstíga sig í kvöld eftir að hafa tapað síðasta leik gegn ÍR. Körfubolti 13. mars 2025 21:20
Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Álftanes vann öruggan 108-96 sigur á Þór frá Þorlákshöfn þegar liðin mættust í Bónus-deildinni í kvöld. Álftnesingar er öruggt í úrslitakeppnina en Þór þarf áfram að berjast fyrir sínu sæti. Körfubolti 13. mars 2025 20:55
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Valur vann afar sannfærandi sigur, dd-dd, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 21. og næstsíðustu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta á í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Körfubolti 13. mars 2025 20:50
Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum KR-ingar þurftu nauðsynlega á sigri að halda í kvöld þegar Haukar sóttu Meistaravellina heim enda sæti í úrslitakeppninni í húfi fyrir heimamenn. Það var þó ekki að sjá á leik þeirra í byrjun að mikið væri undir. Körfubolti 13. mars 2025 18:31
„Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ „Leikirnir verða bara stærri og stærri,“ segir Pavel Ermolinskij fyrir næstsíðustu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta. Þeir Helgi Már Magnússon, GAZ-menn, rýndu í toppslag Tindastóls og Njarðvíkur sem þeir lýsa í beinni útsendingu á Stöð 2 BD í kvöld. Körfubolti 13. mars 2025 15:00
Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Baráttan um deildarmeistaratitilinn í Bónus deild karla í körfubolta mun standa á milli Tindastóls og Stjörnunnar en Njarðvíkingar eiga ekki lengur möguleika. Körfubolti 13. mars 2025 09:32
Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi ÍA tryggði sér sæti í Bónus deild karla í körfubolta á næstu leiktíð eftir útisigur á Fjölni. Liðið er nú þegar búið að vinna 1. deildina. En aðstaða Skagamanna mun breytast gríðarlega strax á næsta ári. Körfubolti 11. mars 2025 10:01
Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Síðasti þáttur Körfuboltakvölds byrjaði á heldur óvanalegan hátt þar sem rætt var við Ólaf Ólafsson, fyrirliða Grindavíkur, innan úr klefa liðsins eftir frækinn sigur á Njarðvík. Körfubolti 9. mars 2025 07:02
Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Von Keflvíkinga um að komast í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta er orðin afar veik nú þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Það yrði svo sannarlega sögulegt ef liðið missti af sæti í úrslitakeppninni. Körfubolti 8. mars 2025 10:02
„Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur sagðist þurfa að biðja sitt lið afsökunar eftir að hafa fengið tvær tæknivillur og verið rekinn upp í stúku í leik gegn Grindavík í Bónus-deildinni í kvöld. Rúnar Ingi hafði þó sitt að segja um samskipti sín við dómara leiksins. Körfubolti 7. mars 2025 23:15
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Grindvíkingar unnu Njarðvíkinga eftir framlengdan og stórskemmtilegan leik í Smáranum í kvöld í Bónus deild karla í körfubolta. Framlengja þurfti leikinn eftir mikla dramatík á lokasekúndum venjulegs leiktíma. Körfubolti 7. mars 2025 22:20
„Náðum í gildin okkar aftur varnarlega“ Stjarnan valtaði yfir Álftanes 116-76. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með að vera kominn aftur á sigurbraut. Sport 7. mars 2025 22:10
Skagamenn upp í Bónus deild karla ÍA tryggði sér í kvöld sæti í Bónus deild karla í körfubolta á næstu leiktíð en liðið tryggði sér þá sigur í 1. deildinni. Efsta liðið fer beint upp en hitt lausa sætið er undir í úrslitakeppninni. Körfubolti 7. mars 2025 21:08
Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Tindastóll steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum í Bónus deild karla í körfubolta og gerði leið Keflvíkinga að úrslitakeppninni enn grýttari með stórsigri í leik liðanna í Síkinu í kvöld. Körfubolti 6. mars 2025 22:23
„Ég get alltaf stólað á Collin“ ÍR lagði KR í háspennuleik í Bónus-deild karla í kvöld, 97-96, en sigurinn þýðir að ÍR jafnar KR að stigum og á enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Körfubolti 6. mars 2025 21:59