Viðskipti erlent

Carnegie fær ekki málsókn gegn FME í Svíþjóð

Stjórn móðurfélags Carnegie bankans í Svíþjóð fær ekki að höfða mál gegn fjármálaeftirliti (FME) landsins. Landsréttur Svíþjóðar ákvað í morgun að vísa málinu frá dómi.

Eins og fram hefur komið hér á visir.is vildi stjórn Carnegie fá úrskurð dómsyfirvalda um hvort svipting bankaleyfis bankans stæðist lög en FME í Svíþjóð tók leyfið af bankanum skömmu áður en sænsk stjórnvöld yfirtóku bankann.

Í gær lagði Framkvæmdanefnd Evrópusambandsins blessun sína yfir lausafjáraðstoð sænska stjórnvalda upp á 2,4 milljarða sænskra kr. til bankans. Segir nefndin að þessi ákvörðun hafi verið réttmæt í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem upp hefði komið í sænska bankakerfinu ef Carnegie hefði verið lýstur gjaldþrota.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×