Lífið

D. Ramirez á þriggja ára afmæli Flex Music

D. Ramirez mun troða upp á þriggja ára afmæli Flex Music
D. Ramirez mun troða upp á þriggja ára afmæli Flex Music

Þriggja ára afmæli Flex Music verður haldið hátíðlegt á Nasa við Austurvöll miðvikudaginn 19. mars, en það er dagurinn fyrir Skírdag. Plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn D. Ramirez mun sjá um að fá fólk til þess að dansa. Ásamt honum munu þeir Ghozt og Eyvi sjá til þess að kvöldið verði vel sveitt og alveg í anda þeirrar klúbbageðveiki sem Flex Music stendur fyrir.

D. Ramirez er stolt útgáfufyrirtækisins Ministry Of Sound. Hann heitir réttu nafni Dean Marriott og kemur frá Bretlandi. Fáir tónlistarmenn hafa náð eins góðum árangri í heimi skítugs elektró tech-house tónlistar eins og D. Ramirez. Er hann því einn af fáu tónlistarmönnum sem hafa náð að standast tímanns tönn, enda búinn að vera lengi í bransanum. Dean hefur nýlega komið fram með mörgum af vinsælustu plötusnúðum veraldar um þessar mundir og virðist ekkert lát ætla vera á vinsældum hans og er það staðreynd.

Hið virta tímarit DJ Magazine ákvað að velja D. Ramirez sem besta tónlistarmann Bretlands í danstónlist árið 2007. Hann hlaut hin virtu Ivor Novello verðlaun fyrir endurhljóðblöndun á laginu Yeah Yeah með Bodyrox sem flest allir plötusnúðar heims voru fljótir að grípa en það lag varð í öðru sæti á Breska vinsældarlistanum og því fyrsta á Spænska vinsældarlistanum. Þess má geta að útgáfa þess lags rataði í 11. sæti árslista Party Zone á Rás 2 fyrir árið 2006 og á topp 10 árslista klúbbaþáttarins Flex á Xinu 9.77.

Hægt er að nálgast syrpur og lög með D. Ramirez á flex.is.

Miðasala fer fram í Mohawks, á midi.is og á afgreiðslustöðum midi.is og kostar aðeins krónur 2.500 í forsölu en 3.000 við hurð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×