Lífið

Vala Kristín hætti sér á tvö­falt stefnu­mót í flugi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Þær tvær skelltu sér í flug með ástmönnum sínum í gær.
Þær tvær skelltu sér í flug með ástmönnum sínum í gær. Skjáskot

Leikkonurnar Vala Kristín Eiríksdóttir og Júlíana Sara Gunnarsdóttir fóru í flug með sínum heittelskuðu, Andri Jóhannssyn þyrluflugmanni og Hilmi Snæ Guðnasyni leikara í blíðviðrinu í gær. 

Júlíana og Hilmir Snær virtust alsæl með útsýnistúrinn ólíkt Völu Kristínu sem sagðist hata vinkonu sína eftir flugið. 

„Svona leið mér samt fyrir flugið og bróðurpart flugsins,“ skrifaði Vala við myndskeið af Júlíönu á Instagram þar sem hún segist hata hana. Ætla má að orð hennar séu vegna flughræðslu.

Júlíana og Vala Kristín voru báðar í hópi handritshöfunda Áramótaskaupsins 2023 en eru hvað þekktastar fyrir hlutverk sín í gamanþáttaröðunum, Þær tvær og Venjulegt fólk.

Dreifði blárri gufu fyrir Birgittu

Andri starfar sem þyrluflugmaður hjá Landhelgisgæslunni og var sá sem kom að kynjaveislu stjörnuparsins Birgittu Lífar Björnsdóttur og Enoks Jónssonar síðastliðið sumar þar sem hann dreifði blárri gufu yfir sjóinn við Ægisíðu.

Í kjölfarið var athæfið gagnrýnt á samfélagsmiðlum þar sem fólk velti fyrir sér kostnaði og umhverfisáhrifum flugferðarinnar.

„Þetta var örugglega ódýrasta þyrluflug sem ég hef flogið. Þetta var bara klink miðað við það sem ferðamenn og aðrir eyða,“ sagði Andri í samtali við Viðskiptablaðið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×