Lífið

Ein glæsi­legasta leik­kona landsins á lausu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ásthildur Úa hefur slegið í gegn undanfarið.
Ásthildur Úa hefur slegið í gegn undanfarið. Saga Sig.

Leikkonan Ásthildur Úa Sigurðardóttir bætist í hóp glæsilegra einhleypra kvenna. Nýverið slitnaði upp úr sambandi Ásthildar og iðnmeistarans Þóris Hlyns Ríkharðssonar. Saman eiga þau eina dóttur.

Ásthildur Úa útskrifaðist frá leikaradeild Listaháskóla Íslands vorið 2019. Eftir það lék hún með sjálfstæðu leikhúsunum áður en hún var ráðin til Borgarleikhússins árið 2020. Þar hefur Ásthildur meðal annars leikið í Emil í Kattholti, Macbeth, Svartþresti og Kvöldstund með Heiðari snyrti.

Frægðarsól Ásthildar hefur risið hratt undanfarin ár en hún hlaut meðal annars tilnefningu til Grímuverðlaunanna bæði fyrir leik sinn í Emil í Kattholti, Macbeth og Svartþresti. Þá lék hún eitt aðalhlutverkið í skemmtileikritinu Mátulegir hér um árið. 

„Ég var alltaf ákveðin í að verða leikkona, alveg frá því ég var pínulítil og nýtti öll tækifæri til þess að stíga á svið. Oftast var ég í hlutverki gömlu konunnar en það var líka minn veruleiki. Ég ólst að miklu leyti upp með ömmu minni í sveitinni á Suðurlandi,“ sagði Ásthildur í samtali við Vísi í fyrra. Þar ræðir hún meðal annars um móðurhlutverkið og leikaradrauminn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×