Lífið

Tónlistarveisla á Menningar­nótt sýnd í beinni út­sendingu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ragga Gísla er meðal listamanna sem koma fram á Menningarnæturtónleikunum á morgun.
Ragga Gísla er meðal listamanna sem koma fram á Menningarnæturtónleikunum á morgun. Vísir/Viktor Freyr

Árleg tónlistarveisla Bylgjunnar fer fram í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt á morgun þann, 24. ágúst. Tónleikarnir hefjast klukkan 19:00 og verða sýndir í opinni dagskrá á Stöð 2 og í beinu streymi hér á Vísi.

Fram koma Stuðlabandið ásamt Diljá, Ragga Gísla, Patrik, Birgitta Haukdal, Emmsjé Gauti, GDRN, Björn Jörundur og Bjartmar og Bergrisarnir. Það ættu því allir að geta hlustað á tónlist við sitt hæfi.

Matarvagnar frá Götubitanum verða í Hljómskálagarðinum á sama tíma og því má búast við miklu fjöri og sannkallaðri tónlistar- og matarveislu sem Bylgjan skipuleggur.

Auk þess verða hoppukastalar fyrir börnin kl 18:30 í boði Bylgjunnar og Kastalar leiktækjaleiga.

Flugeldasýning Menningarnætur hefst kl. 23 við Arnarhól en hún er lokaatriði dagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×