Sport

Ragnheiður hafnaði í 13. sæti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Ragnheiður Ragnarsdóttir.

Ragnheiður Ragnarsdóttir komst ekki í úrslit á EM í 100 metra skriðsundi. Ragnheiður komst í undanúrslit en náði ekki að synda sig inn í úrslitasundið.

Hun synti á 54,91 sekúndu í undanúrslitunum sem var lakari tími en í undanrásunum. Þá synti hún á 54,83 sekúndum. Íslandsmet hennar er 54,65 sekúndur.

Tíminn dugði Ragnheiði í 13. sætið en aðeins átta synda í úrslitasundinu.

Ragnheiður hefur ekki lokið keppni á mótinu því hún syndir 50 metra skriðsund á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×