Körfubolti

Jón Axel fer í nýtt fé­lag á Spáni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jón Axel í leik með íslenska landsliðinu.
Jón Axel í leik með íslenska landsliðinu. vísir

Leikstjórnandinn Jón Axel Guðmundsson mun leika með San Pablo Burgos í næstefstu deild Spánar á næsta tímabili. Hann kemur til félagsins frá HLA Alicante.

Jón Axel er Grindvíkingur og hóf meistaraflokksferilinn árið 2012. Hann spilaði hér á landi til 2016 og fluttist þá til Bandaríkjanna í háskólanám þar sem hann spilaði með Davidson Wildcats, sama liði og Steph Curry.

Undanfarin ár hefur hann leikið með félögum í Þýskalandi og Ítalíu ásamt stuttu stoppi hjá Grindavík.

Á nýliðnu tímabili með HLA Alicante í næstefstu deild skoraði hann 12,2 stig og gaf 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Grindvíkingar vonuðust til að fá þennan öfluga leikstjórnanda til liðs við sig í Bónus-deildinni á næsta tímabili en tilkynnt var um félagaskiptin til San Pablo Burgos rétt áðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×