Viðskipti innlent

Kvos hf. selur Infopress Group

Kvos hf. hefur selt Infopress Group (IPG) sem rekið hefur prentsmiðjur í Ungverjalandi og Rúmeníu.

Í tilkynningu segir að ákveðið var að selja þessa starfsemi nú þó upphaflega hafi ekki verið fyrirhugað að selja á þessum tímapunkti. Eins og kunnugt er hefur umræða um Ísland og viðskipti við Íslendinga verið fremur neikvæð erlendis eftir hrun bankanna. Það hefur óneitanlega gert aðkomu Kvosar hf. að erlendum rekstri erfiðari en áður var.

Þegar tækifæri gafst þótti því rétt að ganga til samninga við erlenda stjórnendur félagsins, sem hafa fengið með sér fjárfestingasjóð til að kaupa félagið. Þeim samningum er nú lokið. Félagið er áframhaldandi í góðum rekstri þrátt fyrir samdrátt á mörkuðum þar sem annars staðar.

Salan hefur engin áhrif á starfsemi Kvosar hf. í Póllandi þar sem Kvos hf. stofnaði prentsmiðju árið 1995 og hefur rekið síðan í samstarfi við pólska meðeigendur.

Þá mun salan heldur ekki hafa áhrif á innlenda starfsemi, sem gekk vel á síðasta ári

Birgir Jónsson sem stýrt hefur Infopress Group hverfur frá störfum fyrir Kvos hf. um næstu mánaðamót.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×