Nýir eigendur taka við Melabúðinni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. júlí 2024 16:34 Snorri Guðmundsson, Inga Hrönn Georgsdóttir og Pétur Alan Guðmundsson. Snorri og Pétur eru fráfarandi eigendur en Inga Hrönn tekur við daglegum rekstri búðarinnar. Melabúðin Melabúðin við Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur hefur fengið nýja eigendur. Melabúðin hefur stærstan hluta sögu sinnar verið í eigu sömu fjölskyldunnar, en verslunin var opnuð árið 1956. Bræðurnir Pétur og Snorri Guðmundssynir hverfa nú úr eigendahópnum og afhenda keflið hópi fólks sem ætlar sér að viðhalda starfsemi verslunarinnar óbreyttri. Nýir eigendur eru þau Anna Jónsdóttir, Bjarki Már Baxter, Pétur Árni Jónsson og Þorsteinn Rafn Johnsen en Inga Hrönn Georgsdóttir sem hefur starfað sem verslunarstjóri Melabúðarinnar undanfarin ár mun taka við daglegri stjórn búðarinnar. Í samtali við fréttastofu segir Þorsteinn Rafn Johnsen að markmið nýja eigendahópsins sé að halda í öll sérkenni Melabúðarinnar. Hugmyndin sé að halda áfram að reka hana eins og hún er og engar stórar breytingar séu í vændum. „Við höfum byggt upp að okkar mati góða þjónustu og tryggan rekstur og við erum ánægðir með okkar áratuga framlag til viðskiptavina. En allt hefur sinn tíma. Pétur er búinn að standa í stafninum í rúmlega 30 ár og við erum ekki að yngjast. Við erum þess fullvissir að flotta starfsfólkið okkar sem við nú kveðjum og nýir eigendur, með Ingu verslunarstjórann okkar í brúnni, haldi áfram á sömu braut. Nú njótum við þess bara að vera hinum megin við borðið, enda búum við báðir á Melunum,“ er haft eftir Snorra Guðmundssyni fráfarandi eiganda í tilkynningu vegna eigendaskiptanna. Melabúðin var stofnuð 1956 á Hagamel 39 þar sem hún stendur enn í dag. Guðmundur Júlíusson og Katrín Briem, foreldrar fráfarandi eigenda, tóku við rekstrinum árið 1979 og búðin hefur verið í fjölskyldunni síðan. Fráfarandi eigendur eru Pétur Alan og Snorri Guðmundssynir. Matvöruverslun Verslun Reykjavík Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Nýir eigendur eru þau Anna Jónsdóttir, Bjarki Már Baxter, Pétur Árni Jónsson og Þorsteinn Rafn Johnsen en Inga Hrönn Georgsdóttir sem hefur starfað sem verslunarstjóri Melabúðarinnar undanfarin ár mun taka við daglegri stjórn búðarinnar. Í samtali við fréttastofu segir Þorsteinn Rafn Johnsen að markmið nýja eigendahópsins sé að halda í öll sérkenni Melabúðarinnar. Hugmyndin sé að halda áfram að reka hana eins og hún er og engar stórar breytingar séu í vændum. „Við höfum byggt upp að okkar mati góða þjónustu og tryggan rekstur og við erum ánægðir með okkar áratuga framlag til viðskiptavina. En allt hefur sinn tíma. Pétur er búinn að standa í stafninum í rúmlega 30 ár og við erum ekki að yngjast. Við erum þess fullvissir að flotta starfsfólkið okkar sem við nú kveðjum og nýir eigendur, með Ingu verslunarstjórann okkar í brúnni, haldi áfram á sömu braut. Nú njótum við þess bara að vera hinum megin við borðið, enda búum við báðir á Melunum,“ er haft eftir Snorra Guðmundssyni fráfarandi eiganda í tilkynningu vegna eigendaskiptanna. Melabúðin var stofnuð 1956 á Hagamel 39 þar sem hún stendur enn í dag. Guðmundur Júlíusson og Katrín Briem, foreldrar fráfarandi eigenda, tóku við rekstrinum árið 1979 og búðin hefur verið í fjölskyldunni síðan. Fráfarandi eigendur eru Pétur Alan og Snorri Guðmundssynir.
Matvöruverslun Verslun Reykjavík Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira