Ellert kemur til Amaroq frá Landsbankanum þar sem hann hefur gengt stöðu forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar bankans.
Í tilkynningu Amaroq til Kauphallar segir að þar áður hafi Ellert starfað í eignastýringu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og sem sjóðsstjóri hjá GAMMA Capital Management.
Ellert sé með M.Sc. gráðu í fjármálahagfræði frá Háskóla Íslands og B.Sc. í stærðfræði frá sama skóla.
„Fyrir hönd stjórnar félagsins er það mér sönn ánægja að bjóða Ellert velkominn til starfa hjá Amaroq á þessum tímamótum í rekstri félagsins, nú þegar við vinnum að því að koma Nalunaq vinnslusvæðinu á Suður-Grænlandi í rekstur. Við höfum unnið náið með Ellerti sem ráðgjafa undanfarin tvö ár og viðamikil reynsla hans á íslenskum fjármálamarkaði gerir hann að frábærri viðbót við sérhæft fjármálateymi okkar á sviði námurekstrar,“ er haft eftir Eldi Ólafssyni, forstjóra Amaroq, í tilkynningunni.
Þess má geta að eiginkona Ellerts, María Björk Einarsdóttir, var á dögunum ráðin forstjóri Símans.