Innlent

Óttast að vinnuálag kvenna á heimilum eigi eftir að stóraukast

Ingimar Karl Helgason skrifar

Hætta er á að vinnuálag kvenna á heimilum eigi eftir að aukast mjög, verði enn skorið niður í umönnunarstörfum segir formaður BSRB, en upp undir helmingur stjórnenda ríkisstofnana telur sig nú ekki geta hagrætt frekar.

Könnun á heimilsstörfum sem gerð var samfara launakönnun VR, sýnir að meginþunginn á almennum heimilisstörfum lendir á herðum kvenna; það er ekki nýtt.

Gyða Margrét Pétursdóttir, doktor í kynjafræðum, benti á í fréttum okkar í gær, að vinnuvika íslenskra karla sé löng, 47 stundir að jafnaði; vinnuvika kvenna sé að jafnaði 36 stundir; ólaunaða vinnan lenti því á þeirra herðum.

Gyða Margrét bætir því við að vinnuvika íslenskra kvenna sé á við vinnuviku norskra karla. Þeir ættu að hafa meira svigrúm fyrir heimilsstörfin.

BSRB hefur ályktað að vinnuvikuna eigi að stytta; hún verði 36 stundir. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, óttast að vinnuálag kvenna á heimilunum geti aukist enn í niðurskurði hins opinbera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×