Innlent

Rafmagnsbruni truflar út­sendingar Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Unnið er að viðgerð.
Unnið er að viðgerð.

Rafmagnsbruni kom upp í tækjarými Sýnar í nótt. Útsending liggur því niðri á Stöð 2 Sport 3, 4, og 5. Bilunin truflar ekki dagskrá eins og er og unnið er að viðgerð. 

Um tíma lá sjónvarpsútsending á Stöð 2 Vísi einnig niðri en hún er komin í loftið á ný. 

Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×