Innlent

Endur­tekið efni á Stöð 2 vegna rafmagnsbrunans

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Um tíma lá sjónvarpsútsending á Stöð 2 Vísi niðri en hún er komin í loftið á ný.
Um tíma lá sjónvarpsútsending á Stöð 2 Vísi niðri en hún er komin í loftið á ný.

Enn er unnið að viðgerð vegna rafmagnsbruna sem kom upp í tækjarými Sýnar í nótt. Vegna þess er sjónvarpsdagskrá Stöðvar 2 og Stöðvar 2 Sport með óhefðbundnum hætti sem lýsir sér þannig að viðskiptavinir sjá endurtekið efni. 

Ekki er gert ráð fyrir að útsending kvöldfrétta og íþróttaviðburða verði fyrir truflunum. 

Rafmagnsbruni kom upp í tækjarými Sýnar í nótt. Útsending hefur því legið niðri á Stöð 2 Sport 3, 4, og 5.

Beðist er velvirðingar á á þeim óþægindum sem þetta kann að valda en sérfræðingar vinna enn að viðgerð. 


Tengdar fréttir

Rafmagnsbruni truflar útsendingar Stöðvar 2

Rafmagnsbruni kom upp í tækjarými Sýnar í nótt. Útsending liggur því niðri á Stöð 2 Sport 3, 4, og 5. Bilunin truflar ekki dagskrá eins og er og unnið er að viðgerð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×