Innlent

Þurfa ekki leyfi fyrir blindrahundum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alþingi samþykkti í morgun lagafrumvarp þess efnis að þeir sem eru blindir eða með aðra fötlun geti haldið sérþjálfaða leiðsögu- eða hjálparhunda í fjöleignarhúsum án þess að til þurfi að koma samþykki annarra íbúa í húsinu.

Samkvæmt lögunum þurfa þeir sem ekki eru blindir eða fatlaðir að leita samþykkis 2/3 íbúa í húsinu til þess að mega halda hund eða ketti í húsinu. Samkvæmt lögunum skal íbúðaeigandi afla samþykkis annarra íbúðaeigenda í húsinu og fá leyfi fyrir dýrinu samkvæmt reglum viðkomandi sveitarfélags, þar sem það á við, áður en dýrið kemur í húsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×