Innlent

Árni Þórður er látinn

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Feðgarnir Árni Þórður og Sigurður Þ. Ragnarsson. Myndin er tekin þegar Árni Þórður útskrifaðist sem tollari en Sigurður starfaði einmitt á árum áður sem slíkur.
Feðgarnir Árni Þórður og Sigurður Þ. Ragnarsson. Myndin er tekin þegar Árni Þórður útskrifaðist sem tollari en Sigurður starfaði einmitt á árum áður sem slíkur. Facebook

Árni Þórður Sigurðarson, sonur Sigga storms, lést á heimili sínu á Völlunum í Hafnarfirði á mánudag. Hann veiktist lífshættulega árið 2021, en talið var að hann væri orðinn heill.

Sigurður greinir frá þessu á Facebook.

„Að teknu tilliti til vina og vandamanna sem fá fréttir á ótrúlegum hraða höfum við hjónin ákveðið að tilkynna hér á FB um andlát sonar okkar, Árna Þórðar Sigurðarsonar ... Hann starfaði sem tollvörður á Keflavíkurflugvelli uns hann veiktist. Við hjónin biðjum um andrými til að tækla þessa miklu sorg,“ segir Sigurður.

Sonur Sigurðar hné niður fyrir þremur árum vegna líffærabilunar, og honum var haldið í öndunarvél í tvo og hálfan mánuð. Sigurður lýsti því einlæglega hvernig það var að takast á við svo lífshættuleg veikindi í viðtali við Vísi.


Tengdar fréttir

Sonur Sigga Storms kominn úr öndunarvél

Sigurður Þ. Ragnarsson borgarfulltrúi og veðurfréttamaður með meiru segir stefna í kraftaverk en syni hans hefur verið haldið sofandi í tvo og hálfan mánuð vegna alvarlegrar líffærabilunar.

Skin og skúrir færðu Sigga storm til Sam­fylkingarinnar

Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur hefur ákveðið að hætta í Miðflokknum og ganga til liðs við Samfylkinguna. Hann segir lífshættuleg veikindi sonar hans hafa gjörbreytt hugsun sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×