Innlent

Al­var­legt vinnu­slys í Grinda­vík

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Starfsmaður í Ægi sjávarfangi festi hönd í vinnuvél.
Starfsmaður í Ægi sjávarfangi festi hönd í vinnuvél. Vísir/Vilhelm

Alvarlegt vinnuslys varð í Ægi sjávarfangi í Grindavík á ellefta tímanum í morgun. Starfsmaður festi hönd í vinnuvél.

Viðbragðsaðilar fóru þegar að vettvang og var viðkomandi fluttur á Landspítala Fossvogi að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Lögregla og Vinnueftirlitið rannsaka slysið og segir lögregla að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Guðmundur P. Davíðsson, stjórnaformaður Ægis sjávarfangs, segir slysið hafa orðið við niðursuðu á þorskalifur.

„Því miður varð slys við vinnslu í verksmiðjunni hjá okkur. Við hörmum það en aðalatriðið er að manneskjan er komin undir læknishendur. Við vitum ekki hversu alvarlegt það er,“ segir hann í samtali við fréttastofu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×