Innlent

Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur í Hörpu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sinfóníuhljómsveitin yfirgefur Háskólabíó í morgun. Mynd/ Vilhelm.
Sinfóníuhljómsveitin yfirgefur Háskólabíó í morgun. Mynd/ Vilhelm.
Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur í dag úr Háskólabíói yfir í Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu. Að þessu tilefni ákvað hljómsveitin að ganga fylktu liði frá Hagatorgi niður í Hörpu. Margrét Ragnarsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, segir að undirbúningur að flutningnum hafi staðið yfir í nokkurn tíma. Nú séu menn hins vegar að undirbúa opnunartónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar í Hörpu sem verða 4. maí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×