Innlent

Sigmundur lauk BS prófi í viðskiptafræði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, lauk BS prófi frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands árið 2005 með fjölmiðlafræði sem aukagrein. Þetta kemur fram á vefsíðu Háskóla Íslands.

Sigmundur segir, í tilkynningu til fjölmiðla vegna umfjöllunar Fréttatímans um menntun sína, að eftir það nám hafi hann stundað nám í hagfræði og hagþróun Austur-Evrópu við Plekhanov í Moskvu í hálft ár. Hann var tvö ár í skiptinámi við stjórnmálafræðideild Kaupmannahafnarháskóla, einkum í greinum sem heyra undir alþjóðasamskipti og opinbera stjórnsýslu.

Hann lagði stund á tveggja ára þverfaglegt mastersnám við Oxford háskóla, einkum í hagfræðideild og stjórnmálafræðideild. Hann framlengdi svo námið og stundaði rannsóknir á hagrænum áhrifum skipulagsmála.

„Ég var í alls 5 ár í Oxford en hef ekki lokið doktorsgráðu enda hefur lítill tími gefist til fræðistarfa síðan ég hóf afskipti af stjórnmálum. Ég sé ekki fyrir mér að ná því á næstu árum, en hefði þó áhuga á að klára það einhvern tíma í framtíðinni. Á námsárum mínum vann ég einnig með námi, þar á meðal sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu," segir Sigmundur Davíð í tilkynningu til fjölmiðla.

Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Sigmundi Davíð í morgun í síma en án árangurs.

Tilkynninguna má lesa hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×