Innlent

Matarúthlutun hjálparstarfs - nýtt fyrirkomulag kynnt

Mynd úr safni / Brink
Hjálparstarf kirkjunnar hefur boðað til blaðamannafundar klukkan half ellefu þar sem kynntar verða „róttækar breytingar á mataraðstoð sinni til samræmis við kröfur samfélagsins, skjólstæðinga og ráðamanna,“ eins og það er orðað í tilkynningu.

Yfirskrift boðunar á fundinn er „Matarpakkar úr sögunni“ en á fundinum verður skýrt frá því hvaða fyrirkomulag tekur við í staðinn.

Birtar verða fréttir af því hvað tekur við, um leið og þær berast.

Sem kunnugt er hefur núverandi fyrirkomulag um biðraðir  hjá hjálparstofnunum vegan mataraðstoðar verið gagnrýndar mjög og virðist Hjálparstarf kirkjunnar nú hafa brugðist við þeirri gagnrýni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×