Innlent

Nokkuð um hálkuslys - nagladekk bönnuð frá og með deginum í dag

Enginn nagladekk frá og með deginum í dag.
Enginn nagladekk frá og með deginum í dag.
Þrjú umferðaróhöpp urðu á höfuðborgarsvæðinu seint í gærkvöldi, sem öll má rekja til hálku.

Einn slasaðist og var fluttur á Slysadeild, en eignatjón varð töluvert þar sem fimm bílar og einn ljósastaur skemmdust. Enn er víða hálka suðvestanlands.

Frá og með deginum í dag má ekki aka á nagladekkjum og getur allt að 20 þúsund króna sekt legið við því, þar sem sektin nemur fimm þúsund krónum á hvert nagladekk. Umferðarstofa segir þó að ef það er vetrarfærð og hálka líkt og nú er víða á landinu megi nota nagladekk. Í lögum segi að keðjur og neglda hjólbarða megi ekki nota á tímabilinu 15. apríl til 1. nóvember nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×