Innlent

Fréttastofurnar verðlaunaðar sameiginlega fyrir bestu umfjöllun

Kristján Már Unnarsson, fréttastjóri Stöðvar 2, flytur erindi eftir að hafa fengið verðlaunin. Fyrir aftan hann eru fulltrúar frá RÚV og Morgunblaðinu.
Kristján Már Unnarsson, fréttastjóri Stöðvar 2, flytur erindi eftir að hafa fengið verðlaunin. Fyrir aftan hann eru fulltrúar frá RÚV og Morgunblaðinu. Mynd/Vísir.is
Fréttastofa Stöðvar 2, Fréttastofa RÚV og Ritstjórn Morgunblaðsins hlutu blaðamannaverðlaun ársins 2010 fyrir bestu umfjöllun í Gerðarsafni í Kópavogi rétt í þessu.

Í áliti dómnefndar segir meðal annars að fréttastofur Stöðvar 2 og RÚV og ritstjórn Morgunblaðsins hafi verið með umfangsmikla og vandaða en ólíka umfjöllun um eldgosin á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, blaðakona á DV, hlaut verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2010 fyrir áleitna og vandaða umfjöllun um kynferðisbrotamál og forystu um skrif á þessu sviði, svo sem um biskupsmálið og önnur meint kynferðisbrot innan kirkju og trúfélaga.

Þá hlaut Kristinn Hrafnsson blaðamannaverðlaun ársins 2010 fyrir framúrskarandi úrvinnslu á myndbandi um þyrluárás í Bagdad sem hann vann ásamt Inga R. Ingasyni. Einnig fyrir störf sín sem fulltrúi WikiLeaks í samstarfi við helstu fjölmiðla heims við að koma mikilvægum upplýsingum á framfæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×