Innlent

Hálka víða á landinu

Það er hálka á Hellisheiði og í Þrengslum, og hálkublettir víðast hvar á Suðurlandi. Éljagangur er á Suðurnesjum og hálkublettir.

Á Vesturlandi er víða nokkur hálka eða snjóþekja og sumstaðar él.

Það er víða hálka og snjóþekja á Vestfjörðum og skafrenningur eða él. Óveður er á Hálfdáni. Steingrímsfjarðarheiði er þungfær, og þæfingsfærð er á Þröskuldum og Ennishálsi en þarna er ekki mokstursdagur í dag.

Á Norðurlandi er víða hálka eða hálkublettir austur fyrir Eyjafjörð en þar fyrir austan er víðast autt.

Það er einnig mikið autt á Austurlandi, þó er hálka á Möðrudalsöræfum og á Fjarðarheiði, og eins með ströndinni suður frá Fáskrúðsfirði.

Á Suðausturlandi er víða hálka eða hálkublettir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×