Innlent

Tveir handteknir fyrir að flytja amfetamínbasa til landsins

Andri Ólafsson skrifar
Tollverðir á Keflavíkurflugvelli handtóku nýlega tvo menn með fljótandi amfetamínbasa sem breyta má í átta kíló af amfetamíni. Vökvinn var falinn í tveimur vínflöskum.

Þann 22 febrúar, stöðvuðu tollverðir á Keflavíkurflugvelli, tvo pólska ríkisborgara við komuna til landsins en þeir voru að koma frá Kaupmannahöfn. Í fórum þeirra fundust tvær vínflöskur sem reyndust innihalda samanlagt um 1,5 lítra af fljótandi amfetamíni, það þykir afar mikið í ljósi þess að tollverðir náðu í fyrra samanlagt um tveir lítrum.

Mennirnir tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að úr amfetamínbasanum hefði mátt vinna um átta kíló af amfetamíni í neysluformi en það er yfirleitt gert með brennisteinssýru.

Götuverðmæti átta kílóa er um 40 milljónir króna.

Rannsókn málsins er á lokastigi. Miðað við nýlega dóma í sambærilegum málum eiga mennirnir von á 2-3 ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×