Innlent

Framsóknarkonur skora á forsetann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Framsóknarkonur skora á forseta Íslands vegna Icesave. Mynd/ Valli.
Framsóknarkonur skora á forseta Íslands vegna Icesave. Mynd/ Valli.
„Íslenska þjóðin á að eiga síðasta orðið um Icesave samninginn sem ljóst er að felur í sér þungar en löglausar byrðar fyrir Íslendinga og komandi kynslóðir." Þetta segir framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna í ályktun sem send var fjölmiðlum í gær.

Segir í ályktuninni að framkvæmdastórnin harmi það að meirihluti þingmanna ríkisstjórnarflokkanna hafi neitað íslensku þjóðinni um það að fá að taka þessa ákvörðun sjálfa. Það sé dapurlegt ekki síst í ljósi þess að í áherslum þessara flokka kveði skýrt á um mikilvægi þjóðaratkvæðagreiðslna og aukins lýðræðis.

Framkvæmdastjórn LFK skorar því á forseta Íslands að vísa nýsamþykktum Icesave-lögum til þjóðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×