Innlent

Veikindi í bíl ollu um­­­ferðar­töfum í gær

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Þung umferð var á Hellisheiðinni í gær.
Þung umferð var á Hellisheiðinni í gær. Vegagerðin

Lögregla og sjúkrabifreiðar voru kallaðar til vegna alvarlegara veikinda í bíl á Hellisheiðinni síðdegis í gær. Þung umferð var á veginum og í gífurleg umferðarteppa myndaðist í átt að bænum.

Í gær var greint frá því að bíll væri við bíl vel framhjá Vífilsfelli á Hellisheiðinni um kvöldmatarleytið í gær. Þung umferð var á veginum, enda sunnudagur og margir að leggja leið sína í bæinn eftir ferðalög helgarinnar.

Umferðin við Sandsekeið klukkan 18:15 í gær.Vegagerðin

„Ég er á fimm kílómetra hraða hérna á Sandskeiðinu, er að nálgast Lögbergið og það er röð alveg upp að Kaffistofu,“ sagði ökumaður við Vísi í gær.

Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að farþegi í bíl á Hellisheiðinni hafi alvarlega veikst síðdegis í gær, og viðbragðsaðilar verið kallaðir á vettvang. Maðurinn var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×