Framsókn og VG útiloki ekkert Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. ágúst 2024 12:15 Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, og Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Formenn þingflokka Vinstri Grænna og Framsóknar segja flokkana ganga óbundna til kosninga og útiloka ekkert samstarf, líkt og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur gert. Áhugaverður síðasti þingvetur kjörtímabilsins sé fram undan. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali í Morgunblaðinu um helgina að í sínum huga væri útilokað að ríkisstjórnarsamstarfinu yrði haldið áfram eftir næstu kosningar. Alþingi verður sett þann 10. september næstkomandi og hefst þá síðasti þingvetur kjörtímabilsins. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú í algjöru lágmarki samkvæmt síðustu könnunum og bent hefur verið á að upptaktur kosningabaráttunnar sé að hefjast. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við Morgunblaðið um helgina að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gefið of mikið eftir gagnvart Vinstri Grænum.Vísir/Vilhelm Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, segir ummæli Hildar ekki koma á óvart. Sinn flokkur útiloki aftur á móti ekkert. „Við í Framsókn göngum algjörlega óbundin til kosninga og það er þjóðarinnar að segja til um hvernig þau sjá þetta fyrir sér,“ segir Ingibjörg. „Það hefur gengið á ýmsu í stjórnarsamstarfinu en allir þessir þrír flokkar gengu samt sem áður að vissum stjórnarsáttmála fyrir þremur árum síðan og ákváðu að fara í þetta stjórnarsamstarf aftur, vitandi hverjar áherslur flokkanna voru. Þannig það blasti við,“ segir Ingibjörg. „Ég held að fyrst og fremst verðum við að axla þessa ábyrgð og klára þetta kjörtímabil.“ Óvíst hvort kosið verði að vori eða hausti Ingibjög býst við áhugaverðum þingvetri en segist ekki hafa heyrt hvort stefnt sé að kosningum næsta vor eða haust. „Eðli máls samkvæmt ljúkum við þessum fjórum árum haustið 2025 en hvort það verði fært aftur til vorsins eins og venjan var veit ég ekki,“ segir Ingibjörg. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna, tekur undir með Ingibjörgu að því leyti að framhaldið ráðist í næstu kosningum. „Við höfum auðvitað öll okkar skoðanir á þessu stjórnarsamstarfi en það er líka alveg ljóst að við erum í því eins og staðan er í dag og ég tel mig vita að við erum öll að vinna í því að heilindum þar til kosið verður næst.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri Grænna, hefur þó sagt að flokkurinn, sem mælist ekki inni á þingi eins og er, þurfi að leita í ræturnar og staðsetja sig vel til vinstri fyrir næstu kosningar. „Við göngum auðvitað óbundin til kosninga og nú ríður á, og það gildir um okkur eins og aðra, að við sýnum hvert okkar erindi er í pólitík, sem ég tel vera mjög mikið,“ segir Orri. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali í Morgunblaðinu um helgina að í sínum huga væri útilokað að ríkisstjórnarsamstarfinu yrði haldið áfram eftir næstu kosningar. Alþingi verður sett þann 10. september næstkomandi og hefst þá síðasti þingvetur kjörtímabilsins. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú í algjöru lágmarki samkvæmt síðustu könnunum og bent hefur verið á að upptaktur kosningabaráttunnar sé að hefjast. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við Morgunblaðið um helgina að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gefið of mikið eftir gagnvart Vinstri Grænum.Vísir/Vilhelm Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, segir ummæli Hildar ekki koma á óvart. Sinn flokkur útiloki aftur á móti ekkert. „Við í Framsókn göngum algjörlega óbundin til kosninga og það er þjóðarinnar að segja til um hvernig þau sjá þetta fyrir sér,“ segir Ingibjörg. „Það hefur gengið á ýmsu í stjórnarsamstarfinu en allir þessir þrír flokkar gengu samt sem áður að vissum stjórnarsáttmála fyrir þremur árum síðan og ákváðu að fara í þetta stjórnarsamstarf aftur, vitandi hverjar áherslur flokkanna voru. Þannig það blasti við,“ segir Ingibjörg. „Ég held að fyrst og fremst verðum við að axla þessa ábyrgð og klára þetta kjörtímabil.“ Óvíst hvort kosið verði að vori eða hausti Ingibjög býst við áhugaverðum þingvetri en segist ekki hafa heyrt hvort stefnt sé að kosningum næsta vor eða haust. „Eðli máls samkvæmt ljúkum við þessum fjórum árum haustið 2025 en hvort það verði fært aftur til vorsins eins og venjan var veit ég ekki,“ segir Ingibjörg. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna, tekur undir með Ingibjörgu að því leyti að framhaldið ráðist í næstu kosningum. „Við höfum auðvitað öll okkar skoðanir á þessu stjórnarsamstarfi en það er líka alveg ljóst að við erum í því eins og staðan er í dag og ég tel mig vita að við erum öll að vinna í því að heilindum þar til kosið verður næst.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri Grænna, hefur þó sagt að flokkurinn, sem mælist ekki inni á þingi eins og er, þurfi að leita í ræturnar og staðsetja sig vel til vinstri fyrir næstu kosningar. „Við göngum auðvitað óbundin til kosninga og nú ríður á, og það gildir um okkur eins og aðra, að við sýnum hvert okkar erindi er í pólitík, sem ég tel vera mjög mikið,“ segir Orri.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira