Innlent

Stóllinn Magni fer í Hörpu

Samtals verða framleiddir 970 Magna-stólar fyrir Hörpu
Samtals verða framleiddir 970 Magna-stólar fyrir Hörpu Mynd/Valgarður
Í ráðstefnusali Hörpunnar hefur verið valinn stóllinn Magni en hann er hannaður af Valdimar Harðarsyni arkitekt. Hann er framleiddur á Íslandi hjá Stáliðjunni í Kópavogi og Zenus bólstrun. Magni verður einnig í hvíldar og kaffirými listamanna. Samtals verða framleiddir 970 stólar af Magna fyrir Hörpu.

Nú liggur fyrir hverjir urðu hlutskarpastir í útboði um húsgögn í tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu. Meirihluti húsgagnanna verður hannaður af íslenskum hönnuðum og þau verða, með örfáum undantekningum, framleidd hér á landi.

Fyrir sameiginleg rými listamanna og annarra notenda hússins hefur verið valin stóla- og sófalína sem kallast Dímon og er hönnuð af Erlu Sólveigu Óskarsdóttir húsgagna- og iðnhönnuði. Þessi húsgögn koma frá húsgagnaversluninni Epal.

Skrifstofuhúsgögnin í Hörpu verða framleidd af Axis húsgögnum í Kópavogi. Þau verða á skrifstofum rekstrarfélags hússins, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku óperunnar.

Þýsk borð í ráðstefnusölum

Borð í ráðstefnusölum eru framleidd af Kusch í Þýskalandi og koma frá Pennanum. Húsgögn fyrir veisluþjónustu eru frá Midwest Folding Company í Bandaríkjunum, en stóllinn Magni verður einnig notaður. Þessi húsgögn koma frá Pennanum.

Stólar fyrir hljóðfæraleikara eru sérhannaðir og urðu stólar frá fyrirtækinu Wilde & Spieth í Þýskalandi fyrir valinu og koma þeir frá versluninni Tónastöðinni. Þessir stólar eru m.a. notaðir af Fílharmóníuhljómsveit Berlínar.

Barhúsgögn framleidd í Danmörku

Húsgögn sem verða á opnum svæðum og barsvæði nefnast Kato og eru þau framleidd af húsgagnaframleiðandanum Engelbrechts í Danmörku. Þessi húsgögn koma frá Epal.

Fyrir almenn rými í anddyri efndi Harpa til hönnunarsamkeppni í haust fyrir laus sæti og fleira, og varð tillaga þeirra Kristínar Aldan Guðmundsdóttir og Helgu Sigurbjarnadóttir hlutskörpust og verða þau húsgögn framleidd af G.Á. Bólstrun, Pelko og Stjörnustál.

VSÓ Ráðgjöf hafði umsjón með útboðinu.

MYND/Valgarður
Mynd/Valgarður
Mynd/Valgarður
Mynd/Valgarður



Fleiri fréttir

Sjá meira


×