Innlent

500 manns í Ráðhúsinu

Foreldrar, kennarar og leikskólakennarar fjölmenntu á fundinn og lögðu vörðu fyrir framan ráðhúsið borgarstjóra til eignar.
Foreldrar, kennarar og leikskólakennarar fjölmenntu á fundinn og lögðu vörðu fyrir framan ráðhúsið borgarstjóra til eignar. Mynd: Vilhelm Gunnarsson
Hátt í 500 manns sóttu fund sem Reykjavíkurborg efndi til í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur síðdegis í gær. Yfirskrift fundarins var ,,Skólastarf á tímum efnahagsþrenginga". Foreldrar, kennarar og leikskólakennarar fjölmenntu á fundinn og lögðu vörðu fyrir framan ráðhúsið borgarstjóra til eignar. ,,Skólavarðan" á að minna á að standa eigi vörð um velferð barna í borginni.  

Á fundinum tóku þau Jón Gnarr, borgarstjóri og  Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, til máls.

Fram kom í þeirra málflutningi að borgin muni ekki standa fyrir breytingum á núverandi kerfi nema að tryggt sé að breytingin sé þess virði bæði með tilliti til hagræðingar og faglegra sjónarmiða. Það væri sameiginlegt hagsmunamál allra aðila að vernda lærdómsumhverfi barnanna í borginni en það þurfi að nýta opinbert fé til rekstrarins sem best.

Að loknum framsögum var opnað fyrir spurningar og sátu auk Jóns og Oddnýjar, þau Ragnar Þorsteinsson,fræðslustjóri, og Ragnhildur E. Bjarnadóttir, sviðsstjóri Leikskólasviðs, fyrir svörum. Fundargestir vörpuðu fram fjölda spurninga sem þeir óskuðu svara við frá fulltrúum borgarinnar. Fundurinn stóð klukkutíma lengur en áætlað var og lauk klukkan 20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×