Innlent

HIV smit sprautufíkla tvöfölduðust

JMG skrifar
HIV smit meðal fíkniefnaneytenda tvöfölduðust hér á landi á síðasta ári. Rauði Krossinn hefur nú tekið í notkun bíl til að auðvelda sprautuskipti og er hann talinn vera bylting í aðgerðum gegn smiti.

Frú Ragnheiður er gamall sjúkrabíll sem hefur verið innréttaður til að keyra um borgina og auðvelda jaðarhópum aðgengi að aðhlynningu sára, hreinum nálum og sprautum og almennri fræðslu. Markmiðið sé að draga úr smiti af HIV og Lifrarbólgu C meðal einstaklinga sem nota sprautubúnað.

Unnið hefur verið markvisst í heilt ár við að skapa traust við þennan hóp. Bíllinn sé þar mikilvægur þáttur.

Það er Rauði Kross Íslands sem annast kostnað og ber ábyrgð á rekstri verkefnisins en auk þess hafa hin ýmsu fyrirtæki og félagasamtök styrkt verkefnið.

Gunnlaugur I.Grétarsson formaður HIV-Íslands segir íslenska sprautufíkla vera öðruvísi en erlenda. Þeir sprauti sig allt að sex til átta sinnum á dag í stað þess að sprauta sig einu sinni til tvisvar.

Þar af leiðandi er hættan á smiti mun meiri og þeim mun brýnna að fíklar hafi aðgang að hreinum sprautunálum. Hann segir að þessi hópur sé mjög langt leiddur í neyslu sinni og það þurfi að nálgast hann með skilningi en ekki með harðneskju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×