Innlent

Gera afskriftir íbúðalána löglegar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra lagði frumvarpið fram. Mynd/ GVA.
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra lagði frumvarpið fram. Mynd/ GVA.
Velferðarráðherra lagði í dag fram frumvarp til laga sem gera Íbúðalánasjóði heimilt að afgreiða umsóknir um niðurfærslu fasteignalána.

Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að Íbúðalánasjóði skorti þessa heimild. Þetta myndi þýða að skuldarar þyrftu að bíða töluvert lengur en vonir stóðu til þegar samkomulag um aðlögun fasteignalána var undirritað um miðjan janúar.

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra sagði þá í samtali við Fréttablaðið að menn vildu styrkja lagaákvæði um afskriftir til að framkvæmdin yrði örugglega lögleg. Það hafi verið álitamál hvort lagabreytingu þyrfti eða hvort að heimild til afskrifta væri nægilega skýr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×