Innlent

Staðfestu gæsluvarðhald yfir meintum glæpamanni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gæsluvarðhald.
Gæsluvarðhald.
Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um að leggja fyrir sig móttöku og verslun með þýfi. Þrír einstaklingar hafa setið í gæsluvarðhaldi og hafa viðurkennt aðild sína að 70 innbrotum, þar sem gífurlegum verðmætum var stolið. Nokkur vinna sé eftir við frekari greiningu á hverju innbroti og því hverjir þar standi að baki.

Fyrir liggja símagögn sem staðfesta samskipti á milli þremenninganna sem sitja í gæsluvarðhaldi og mannsins og kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að gögnin beri það með sér að aðilarnir hafi verið að eiga viðskipti með þýfi. Símasamskiptin ná yfir langt tímabil og hafi átt sér iðulega stað í kringum innbrot sem þeir aðilar sem sitja í gæsluvarðhaldi hafi játað aðild sína að.

Hæstiréttur telur að maðurinn kunni að halda áfram að taka á móti og eiga viðskipti með þýfi, þó að þeir sem hafa játað að hafa afhent varnaraðila muni úr innbrotum, sæti nú gæsluvarðhaldi og séu því ekki líklegir, meðan svo stendur, til að afhenda varnaraðila þýfi.

Samkvæmt úrskurði Hæstaréttar mun maðurinn sitja í gæsluvarðhaldi til 17. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×