Innlent

32 manndráp á 20 árum - Fórnarlömbin þekktu oftast gerendur

Morðrannsókn. Myndin er úr safni.
Morðrannsókn. Myndin er úr safni.
Á árunum 1990-2010 hafa 32 manndráp verið framin á Íslandi. Oftast þekktust gerendur og þolendur.

Í 41% málanna voru þeir vinir eða kunningjar og í 31 málanna  skyldir eða tengdir. Til skyldra og tengdra teljast m.a. núverandi eða fyrrverandi maki og ýmis fjölskyldu tengsl.

Í 9 % tilvika þekktust gerandi og þolandi ekkert. Yfir tímabilið voru 79% gerenda karlar og 21% konur,en 74% þolenda karlar og um fjórðungur konur.

Á árinu 2009 voru flest hegningarlagabrot framin í janúar og júní, en árið 2010 í maí, ágúst og október. Brotin voru 938 í janúar síðastliðnum, en 1.223  árið 2010 og 1.478 árið 2009.

Þjófnaðir, innbrot, eignaspjöll og líkamsárásir falla undir hegningarlagabrot. Í janúar 2011 var tæpur helmingur hegningarlagabrota þjófnaðir og innbrot, en eignaspjöllum fjórðungur hegningarlagabrota og líkamsárásir um 10%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×