Innlent

Uppgjör í uppsiglinu á Selfossi: Handtekinn með 60 cm járnstykki

Frá Selfossi
Frá Selfossi
Einn maður gisti fangageymslur hjá lögreglunni á Selfossi eftir nóttina. Rétt eftir klukkan þrjú barst lögreglu tilkynning um að þrír menn vopnaðir barefli væru á leið á skemmtistað í bænum og einhvers konar uppgjör væri í uppsiglinu, eins og varðstjóri orðaði það.

Lögregla hóf leit að mönnunum og hafði uppi á þeim stuttu síðar. Þar hélt einn mannanna á sextíu sentimetra járnstykki og þegar lögregla ætlaði að hafa afskipti af honum tók hann á rás. Eftir þónokkuð hlaup náði lögregla honum og handtók.

Varðstjóri segir að ekki þurfi að spyrja að leikslokum ef maðurinn, sem er erlendur ríkisborgari, hefði komist með járnstykkið inn á skemmtistaðinn.

Hann var undir áhrifum áfengis og verður yfirheyrður þegar hann hefur sofið úr sér vímuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×